26.2.2015 | 01:45
Illviðrið
Illviðrið í dag (miðvikudaginn 25. febrúar) varð heldur hlýrra en margar spár gerðu ráð fyrir. Það blotnaði fyrr og hríðin varð ekki jafnslæm og langvinn á láglendi eins og óttast var. - Nema auðvitað á sunnanverðum Vestfjörðum - og svo fengu fjallvegir og hálendi að sjálfsögðu að kenna á því.
Lægðin mun hafa orðið dýpst um 945 hPa í lægðarmiðju og í fljótu bragði sýnist sem þrýstingur hafi lægstur 950,8 hPa á veðurstöðvunum - það var á Gufuskálum kl.19.
En ekki allt búið enn. Eins og pistill hungurdiska fjallaði um í gær er aðþrengt kalt loft norður af Vestfjörðum - og því halda engin bönd. Það er þó þannig að eftir því sem aðhaldið þokast austur og suður á bóginn léttir heldur á og smám saman dregur úr vindi.
Við skulum nú til gamans líta á nokkur spákort. Öll nema það síðasta eiga við stöðuna kl. 9 í fyrramálið (fimmtudag 26. febrúar) - og eru því strangt tekið engin spá fyrir flesta lesendur - klukkan verður væntanlega orðin 9 þegar flestir lesa textann.
Fyrsta kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, vind og klukkustundarúrkomu kl.9 - eins og harmonie-spálíkanið segir fyrir um.
Hægur vindur ríkir um meginhluta landsins. Meginlægðin er rétt suður af Mýrdal og hreyfist hér austnorðaustur. Önnur lægð er yfir Breiðafirði á suðurleið. Hún hverfur úr sögunni síðar um daginn. Fyrir suðaustan land er suðvestanstormur, en norðan rok eða ofsaveður á Vestfjörðum og suður á utanvert Snæfellsnes.
Mikil úrkoma er við Vatnajökul sunnanverðan - sem og norðan til á Vestfjörðum. Vestfjarðaúrkoman er illkynjaðri ef svo má segja - hún situr föst á sama stað allan daginn og hefur gert alla nóttina.
Næsta kort sýnir uppsafnaða úrkomu frá því kl. 18 í kvöld (miðvikudag) og fram til kl.9 í fyrramálið.
Talan yfir Drangajökli er 147mm, þeir eiga að hafa fallið á aðeins 15 klukkustundum og 72mm eiga að hafa fallið í fjöllin inn af Dýrafirði. Þetta eru háar tölur - og sýna (með miklum vindi) að snjóflóðahætta hlýtur að vera umtalsverð - enda má sjá á vef Veðurstofunnar (undir flipanum ofanflóð) að svæðið er merkt rautt (mikil hætta - næstefsta hættustig). En - lesið um ástandið á vef Veðurstofunnar - hungurdiskar spá ekki fyrir um snjóflóð eða snjóflóðahættu.
Næsta kort sýnir vindinn á sama tíma, kl. 9 fimmtudaginn 26. febrúar.
Þetta er sama vindspá og á fyrsta kortinu hér að ofan, en hér sjást mörk illviðrisins og styrkur þess enn betur. Segja má að alla grænbláu litina vanti við mörkin. Þau eru eins og veggur sem hreyfist hægt til austurs - hvort líkanið sýnir mörkin á réttum stað vitum við ekki fyrr en í fyrramálið - en rétt að vera á verði. Flestir landsmenn sitja í mjög hægum vindi og spyrja sig þeirrar spurningar sem veðurfræðingum finnst hvað mest þreytandi: Hvar er þetta veður sem verið var að tala um? En svarið er á kortinu - alla vega klukkan 9.
Síðasta kortið sem gildir kl. 9 sýnir tilraunaskafrenningsspá Vegsýnar, Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar. Ritstjórinn hefur fylgst nokkuð með skafrenningsspánni í vetur og sýnist hún lofa góðu.
Miklum skafrenningi er spáð á meginhluta Vestfjarða og yst á Snæfellsnesi. Auk þess á sumum fjallvegum sunnan til á Austfjörðum. En spáin gildir ekki allan daginn - skafrenningurinn á að breiða úr sér eftir því sem á daginn líður.
Síðasta spákortið sem við lítum á í þessari syrpu gildir kl.21 annað kvöld, fimmtudag 26. febrúar. Það er evrópureiknimiðstöðin sem spáir um ástand í 925 hPa-fletinum.
Hér er lægðin komin suðaustur fyrir land og við sjáum kalda strokuna úr norðri standa suður yfir allt landið vestanvert - en heldur vægari en um morguninn. Enn er hægviðri eystra - og þegar norðanstrengurinn kemst loks þangað hefur vonandi dregið enn frekar úr afli hans. Sjá má að áttin er víðast hvar rétt vestan við norður - sú átt á erfitt uppdráttar um landið vestanvert - og vindur verður sums staðar hægur þar - þrátt fyrir strenginn í lofti. - En eins og venjulega er rétt að hafa varan á á ferðalögum og búast við hverju sem er undir miklum vindstrengjum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er alltaf leiðinlegt þegar illvirðisspárnar rætast ekki alveg. En hvað með það. Þá má alltaf spá næsta illvirði - og það sem fyrst - og vona að engin muni spána ef hún rætist ekki.
A.m.k. er það greinilega mjög mikilvægt fyrir veðurfræðingana á Veðurstofuna að minnast aldrei á það í veðurfréttum, hvort spárnar frá í gær rættust eða ekki - né að tala um hvernig veðrið hafi verið síðasta sólarhringinn.
Nei! Þá er mikilvægarara að segja frá því hvernig veðrið verður á morgun á Norðurlöndunum, á meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku. Íslendingar eru jú alltaf á faraldsfæti, eða er það ekki?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 09:39
Mikilvægast er að veðurfræðingar hafa æ ofan í æ,varað fólk við illviðrum,hálku,að vera ekki á ferð með tengivagna,svo dæmi séu tekin. Sjaldan bregst að þau varnaðar orð séu réttmæt.Ég held að það sé við veðurguðinn að sakast ef hann bregður út af vananum. Veðurfræðingar lýsa því margoft að það gæti brugðið til beggja átta,einmitt vegna aðstæðna sem þeir þekkja að eru ekki einhlýtar.
Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2015 kl. 15:23
Fréttum af veðri líðandi dags var úthýst úr veðurfréttum sjónvarps fyrir rúmum 9 árum - í einu nútímavæðingarkasti fréttastofunnar. Ritstjóri hungurdiska hætti að flytja sjónvarpsveðurfréttir á sama tíma. Tilviljun?
Trausti Jónsson, 26.2.2015 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.