25.2.2015 | 02:08
Lægðin djúpa við landið (tormeltur texti)
Lægðirnar sem hafa plagað okkur í vetur hafa margar hverjar verið mjög djúpar og lægð miðvikudagsins 25. febrúar er engin undantekning. Reiknimiðstöðvar eru ekki alveg sammála um hver þrýstingurinn verður í lægðarmiðjunni þegar lægst lætur. Lægsta talan sem ritstjórinn sá í fljótu bragði í núgildandi spám (um miðnæturbil á þriðjudagskvöldi) er í spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á miðnætti á miðvikudagskvöld, 939 hPa. Það er nú e.t.v. aðeins of róttækt - en undir 945 hPa verður hún ábyggilega.
Heimsóknartíðni svona djúpra lægða hríðlækkar á útmánuðum. Líklegt er að þótt aðeins hluti þessara lægða valdi mjög lágum þrýstingi á íslenskri veðurstöð sé tíðni lágþrýstings á landinu góður fulltrúi fyrir lægðatíðnina raunverulegu.
Frá 1872 hefur lægsti þrýstingur á landinu í janúarmánuði 43 sinnum verið 950 hPa eða lægri, 21 sinni í febrúar, en aðeins 4 sinnum í marsmánuði. Í desember 29 sinnum, 12 sinnum í nóvember og 6 sinnum í október.
Ef við horfum á þessar tölur einar og sér virðist því sem lægðaveturinn sé í hámarki um miðjan janúar - og að undanhald hans eftir það sé hraðara heldur en sóknin á haustin.
En aftur að lægð dagsins. Við látum að vanda Veðurstofuna alveg um aðvaranir og þess háttar en lítum á tvö veðurkort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem bæði gilda á miðnætti á miðvikudagskvöld - þegar lægðin verður hvað dýpst.
Textinn hér að neðan er ekki sá léttasti -. Fyrra kortið er eitt af þeim óvenjulegu - en látið það ekki trufla ykkur. Heildregnar línur sýna þrýsting við sjávarmál - rétt eins og á algengustu kortum.
Lægðarmiðjan er beint vestur af Reykjanesi og þrýstingur í lægðarmiðju 939 hPa. Vindörvarnar sýna vind í 700 hPa-fletinum en hann er í nærri 3 km hæð - að vísu nokkru neðar í þessari djúpu lægð - lægsta jafnhæðarlínan er í um 2340 metrum við miðju lægðarinnar (ekki sýnt hér).
Litirnir sýna þrýstiuppstreymi, hversu hratt loft hreyfist á milli þrýstiflata. Á blálituðu svæðunum er uppstreymi, en niðurstreymi á brúnu svæðunum. Gríðarlegt uppstreymi er rétt norðan Íslands - þangað verða skil lægðarinnar komin um miðnætti á miðvikudagskvöld.
Yfir landinu skiptist á upp- og niðurstreymi - fjöll ráða miklu - fyrir sunnan land eru ýmist línur upp- og niðurstreymis eða þá flekkir. Beint fyrir sunnan land má sjá dálítið lægðardrag - það kemur okkur vel því það heldur verstu vestanáttinni sunnar en ella væri.
Á milli Vestfjarða og Grænlands má sjá mjög mjótt og langt niðurstreymisband - nokkuð einkennilegt. Ástæðuna fáum við að sjá á næsta korti. Þetta virðist vera þar sem norðanfárviðrið úti af Scoresbysundi er að þrengja sér leið til suðurs. Þessi niðurstreymisalda hreyfist í suðaustur - á móti vindi í 700 hPa.
Við sjáum þetta betur á hinu kortinu - það sýnir hæð 925 hPa flatarins auk vinds og hita í honum - og gildir á sama tíma, á miðnætti á miðvikudagskvöld 25. febrúar.
Hér sést lögun þrýstisviðsins betur. Lægðarmiðjan er hlaupin í snúð og við lægðarmiðju er 925 hPa-flöturinn í aðeins 110 metra hæð yfir sjávarmáli [(939-925) x 8 = 112].
Hér sést lægðardragið fyrir sunnan land mjög vel - þar ólmast vestanáttin fyrir sunnan. Vindur er orðinn hægur um nær allt land nema á Vestfjörðum og sennilega er frostlaust á láglendi víðast hvar.
Mjög er þrengt að kalda loftinu á Grænlandssundi - vindur er þar 50 m/s þar sem mest er. Þeir sem stækka kortið munu líka sjá að vindörvarnar liggja ekki samsíða jafnhæðarlínunum eins og oftast er (þar sem yfirborðsnúningi sleppir) heldur blæs hann niður brattann. Við skilyrði sem þessi er sagt að hjáþrýstiþáttur vindsins sé mikill (eða stór). Nú má sjá að niðurstreymislínan á fyrri myndinni er einmitt þar yfir sem litirnir eru þéttastir í Grænlandssundinu (hitabrattinn er mestur).
Það sem næst gerist er að lægðin og lægðardrögin tvö (það fyrir sunnan land og það sem er yfir Norðurlandi á kortinu) fara saman í stóra hringhreyfingu - andsólarsinnis (eins og vindur í kringum lægð). Þyngst er lægðin djúpa - hún fer fyrst til austsuðausturs fyrir sunnan land en lægðardrögin koma svo hvort á fætur öðru til suðvesturs yfir landið. Vindstrengurinn á Grænlandssundi kemur þá inn á land - fyrst á Vestfjörðum (hafi hann yfirleitt yfirgefið þá) - en jafnframt léttir á þrengslunum. Þetta er vond norðanátt - en stendur vonandi ekki lengi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.