Éljagarðar - eða hvað?

Vaninn er að loft hreinsist á Suðurlandi þegar hann gengur í norðanátt - en það gengur eitthvað illa að þessu sinni. Nú, seint á mánudagskvöldi (23. febrúar), eru enn að sjást snjókorn á höfuðborgarsvæðinu. - Þetta er svosem ekki neitt - en svo virðist sem talsvert efni í snjókomu sé á sveimi og reiknimiðstöðvar halda áfram að veifa því. 

Kortið hér fyrir neðan er dæmi um þetta - en það er evrópureiknimiðstöðin sem reiknar spá sem gildir kl. 15 á morgun - þriðjudag (24. febrúar).

w-blogg240215a

Norðanáttin er enn fyrir austan land - en er að hverfa. Átt á landinu er víðast óráðin og greinilegt úrkomusvæði liggur inn á landið suðvestanvert - með nokkurri snjókomu á mjóu belti. Þarna eru nefndir 3 til 5 mm á 3 klst - sem er þó nokkuð efni í hríð þegar hann hvessir svo á miðvikudaginn.

Við sjáum rétt í jaðarinn á miðvikudagskerfinu í neðra vinstra horni kortsins. Þar er lægð sem óhætt er að segja að standi fyrir sínu - á að dýpka um 40 til 45 hPa á einum sólarhring á leið sinni til landsins. 

Svo virðist sem við getum farið að taka megnið af miðvikudeginum frá fyrir þessa lægð. Við getum þó huggað okkur við það (eitt) að slæmur landsynningur hennar er mjög hraðfara. Ýmist verður hann með hríðarveðri eða rigningu - en svo blotar líklega um tíma í hægum vindi um mestallt land um kvöldið. En norðanáttin á fimmtudaginn lítur heldur ekki vel út. - Ja, hún lítur bara illa út.

Fylgist vel með vef Veðurstofunnar - og líka því sem Vegagerðin segir okkur um færð og færðarhorfur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband