20.2.2015 | 01:51
Kaldur laugardagsmorgunn (21. febrúar)
Norðanáttin sem ríkti á landinu í dag (fimmtudag 19. febrúar) gengur smám saman niður á morgun - föstudag - og síðan er gert ráð fyrir hægum vindi lengst af laugardags. Líklegt er að þá verði líka léttskýjað - og tækifæri gefst fyrir frostið að bíta um stund.
Kortið hér að neðan gildir kl. 12 á laugardag og sýnir hvernig málum verður þá háttað í 500 hPa-fletinu og neðri hluta veðrahvolfs.
Ísland er rétt ofan við miðja mynd hulið vetrarbláma. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn - en hann blæs samsíða línunum með lægri hæð á vinstri hönd. Þykktin er sýnd með litum en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra.
Meðalþykkt í febrúar hér á landi er um 5240 metrar - í ljósasta bláa litnum. Hér er greinilega kaldara en það. Dekksti blái liturinn yfir landinu norðaustanverðu sýnir þykkt á bilinu 4980 til 5040 metra. - Það er í lægra lagi - en getur samt ekki talist óvenjulegt í febrúar.
En töluvert frost gæti orðið víða um land - og auðvitað helst inn til landsins. Ekki skulu tölur nefndar hér - en spár má finna á vef Veðurstofunnar - eða hjá öðrum til þess bærum aðilum (svo notað sé stofnanamál - sem ritstjóranum finnst svo skemmtilegt).
Mjög hlýtt loft er fyrir sunnan land - en það er að meginhluta á hraðri leið beint til austurs - og fer því framhjá okkur að þessu sinni. - En samt nær það að hreinsa tvo köldustu bláu litina norður fyrir land á sunnudag. - Það munar mikið um það og vel má vera að hann verði alveg frostlaus sums staðar sunnanlands á sunnudag.
Síðdegis á laugardag þykknar í lofti og kl. 18 gerir evrópureiknimiðstöðin ráð fyrir því að staðan verði lík þeirri hér að neðan.
Hér má sjá sjávarmálsþrýsting, vind í 10 metra hæð, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum (litaðar strikalínur). Úrkoman er sýnd í lit - og auk þess má sjá úrkomutegund - snjókoma er táknuð með örlitlum stjörnum. Eins og sjá má hefur vindur snúist til suðausturs um landið vestanvert.
Það eru þrjú úrkomusvæði sem sækja að. Þau sem eru nær landinu eru orðin til þar sem austanátt í neðri lögum mætir vestanáttinni uppi. Þar er töluverð úrkoma, en ekki víst að hennar gæti á landinu. Aðallægðin er sú sem lengst er frá landinu. Þegar hér er komið sögu er hún ekki orðin mjög djúp - 985 hPa í miðju - en á skömmu síðar að springa út - og evrópureiknimiðstöðin segir hana verða 953 hpa í miðju sólarhring síðar, hefur þá dýpkað um 32 hPa. Þá á hún að vera stödd beint sunnan við land.
Ameríska útgáfan byrjar óðadýpkunarskeiðið um 6 klst fyrr - og vestar - en niðurstaðan er svipuð, rétt rúm 950 hPa síðdegis á sunnudag.
Við höfum áhyggjur af tvennu varðandi þessa lægð. Annars vegar er það vindurinn - með heppni gætum við sloppið sæmilega - en rétt er samt fyrir alla sem hyggja á ferðalög um helgina að fylgjast mjög vel með spám.
Hins vegar er það hríðarveðrið. Það ræðst mjög af því hvað háloftavestanáttin heldur sér lengi - hversu lengi lægðardýpkunin er að ná upp fyrir aðalúrkomumyndunarhæðina (2 til 5 km). Þeir sem fylgjast vel með útliti loftsins geta kannski eitthvað reynt að ráða í það af fari skýja á laugardaginn - að hætti veðurspámanna fyrri tíðar. Við tökum ofan fyrir þeim.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 1955
- Frá upphafi: 2412619
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 1708
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.