Lægðagangurinn heldur áfram - en ...

Lægðagangurinn heldur áfram svo langt sem séð verður - en eitthvað er verið að tala um að næstu lægðir, frá og með þriðjudegi (17. febrúar), séu líklegri til að fara fyrir sunnan landið - að vísu eftir viðkomu vestan við það. Ekkert skal þó um það fullyrt hér. Þetta gæti þýtt að úrkomusamara verði norðaustanlands heldur en verið hefur að undanförnu. En, nei, það verður ekki úrkomulaust syðra þrátt fyrir það. 

Kortið að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar á hádegi á þriðjudag. Þá verður útsynningur mánudagsins alveg genginn niður. Bærilegt veður á landinu, en suðaustanhvassviðri skammt undan.

w-blogg150215a

Við sjáum að lægðasvæðið er gríðarstórt - lægðin sem er í fararbroddi hefur slitið sig frá afgangnum - sem dólar síðan á eftir. Það þýðir að erfitt er að búa til harða vestanátt fyrr en allt kerfið er komið norður fyrir - í sameiningu. Óvíst er að það takist - en miðvikudagur og fimmtudagur duga varla til að hreinsa þetta stóra kerfi alveg austur af - út af okkar borði. 

En nákvæmar spár lengra fram í tímann en tvo daga eru næsta tilgangslitlar í stöðu sem þessari. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér er alveg óhætt að spá fram í tímann Trausti. Það róast nefnilega allt eftir lægðina á þriðjudag/miðvikudag og verður rólegheitaveður frma í miðja næstu viku (samkvæmt yr.no). 
En það verður frost svo tveir fyrstu mánuðir ársins byrja nokkuð dapurlega hvað hitann varðar. 

Landsvirkjun ætti hins vegar að vera ánægð. Á sama tíma í fyrra hafði varla rignt dropa, febrúar var sérstaklega þurr, en núna hefur rignt eldi og brennisteini svo grunnvatnsstaðan ætti að vera há í ár.

Já, gróðurræktendur ætti einnig að vera ánægðir því búast má við að jörð komi ófrosin undan snjónum og allur gróður verði fljótur til í vor.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 08:07

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Framtíðarspár eru harla órólegar - bæði spárnar sjálfar sem og veðrið sem þær leggja á borð. Það er full mikið að tala aftur og aftur um veðrið sömu dagana viku eða meir fram í tímann - því spárnar breytast svo ört. Sagt var um gömlu gfs-spárnar að þar mætti heita regla að einhvern tíma á næsta hálfa mánuði eftir hvern spátíma væri alltaf spáð að minnsta kosti einu brjáluðu veðri sem síðan ekki kæmi.

Trausti Jónsson, 16.2.2015 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 2412628

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1717
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband