Meiri órói

Þegar þetta er skrifað (laugardagskvöld 7. febrúar) er allhvöss suðvestanátt ríkjandi á landinu. Víðast hvar er mjög hlýtt - sérlega hlýtt austanlands þar sem hiti er kominn í 15,0 stig á Dalatanga. Hlýindin eiga að endast allan sunnudaginn - en síðan tekur óvissan við. 

w-blogg080215a

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á mánudag (9. febrúar). Meira af hlýju lofti bíður færis suður undan - en kalt er á Grænlandshafi vestanverðu - þar er -16 til -20 stiga frost vestur undir strönd Grænlands suður af Kulusuk. Svo virðist sem þetta loft sé á leið til Íslands - að vísu myndi það hlýna nokkuð yfir sjónum á leiðinni.

En suður af Grænlandi er smálægð sem flækir málið - hún hreyfist hratt til norðausturs skammt vestur af landinu. Hún tefur framrás kalda loftsins - en á þessu stigi er alls ekki ljóst hvort hún nær því að sveigja það hlýja aftur til vesturs yfir landið um leið og hún fer hjá. Það er heldur ekki ljóst hversu hvass vindur fylgir henni hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 803
  • Sl. viku: 3520
  • Frá upphafi: 2430567

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2895
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband