Hlýir dagar

Mjög hlýtt loft var yfir landinu í dag (þriðjudag 7. október) - þó var ekki um nein marktæk landsmet að ræða. Hiti mældist hæstur 17,4 stig á Bláfeldi í Staðarsveit og þar var hiti +8.9 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Fleiri fréttir af hitanum má sjá á fjasbókarsíðu hungurdiska.

En við lítum á mættishitakort dagsins - þetta er greining evrópureiknimiðstöðvarinnar á hádegi.

w-blogg081014a

Litafletir sýna mættishita í 850 hPa. Mættishitinn sýnir hversu hlýtt loft sem er í 850 hPa yrði - væri það dregið niður í 1000 hPa (nærri sjávarmáli). Sumir vilja kalla mættishitann varmastig, nú eða þá þrýstileiðréttan hita. En eftir að maður er búinn að segja orðið mættishiti 30 sinnum fellur það nákvæmlega að merkingunni - og ekkert rugl með það. Mættishitahámarkið er 19,3 stig yfir Vestfjörðum - hitamælar sýndu ekki alveg þá tölu - en fóru langleiðina - upp í 15 til 16 stig - og 17 á Bláfeldi. Algengast er að svona hár mættishiti komi með suðlægum áttum í október, en hér er áttin austlæg. Nokkur öldugangur er yfir landinu og vestan Vatnajökuls þóttist líkanið sjá rúmlega 20 stiga mættishita af og til. 

Hlýtt? Já, tvímælalaust, en rétt spurning hversu mikið á að hnykkja á því. Óvenjuhlýtt? Já, kannski - ef við treystum okkur til að gengisfella „óvenju-“ um brot úr vísitölustigi. Við erum alltaf að því hvort eð er - er það ekki? Jú, segjum óvenjuhlýtt - hikstum ekkert á því. 

Heldur kólnar næstu daga - að sögn spámanna og reiknimiðstöðva.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 281
  • Sl. sólarhring: 379
  • Sl. viku: 2675
  • Frá upphafi: 2411301

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 2306
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 225

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband