Nokkrir dagar með rólegu veðri?

Þegar þetta er skrifað (seint á mánudagskvöldi 6. október) er hvöss austanátt ríkjandi á landinu. Að sögn fer hún nú að ganga niður og hallar sér um leið til norðausturs. Mjög hlýtt var á landinu í dag (sjá fjasbókarfærslu hungurdiska) - og lítið kólnar til morguns - en með norðaustanáttinni fer síðan smám saman kólnandi út vikuna. 

Lægðin sem sér um hvassviðrið hörfar nú til suðurs eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Það gildir um hádegi miðvikudaginn 8. október.

w-blogg071014b

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, jafnhitalínur í 850 hPa eru strikaðar - mislitar eftir því hvort frost er eða ekki. Úrkoma síðustu 6 klukkustundir er sýnd með grænum og bláum lituðum flötum. 

Lægðin er stór og úrkomusvæði hennar eru komin langt frá landinu. Lítilsháttar úrkomu er þó spáð í hafáttinni á Norðaustur- og Austurlandi. Engin önnur kerfi eru í augsýn á leið til landsins. Þess vegna er gert ráð fyrir nokkrum dögum með rólegu veðri. 

Hlýtt loft er enn yfir landinu á kortinu (hiti í kringum eða ofan við frostmark í 1400 metra hæð) - ekki alveg jafn hlýtt og í dag og á morgun (þriðjudag) en væntanlega kólnar í bjartviðri inn til landsins - sérstaklega þegar vindur verður enn hægur. Langt er í mjög kalt loft með vetrarveðri - en sjaldgæft er þó að norðaustanátt standi í marga daga án þess bera um síðir kaldara loft til landsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 70
  • Sl. sólarhring: 395
  • Sl. viku: 1602
  • Frá upphafi: 2457157

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1469
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband