Sumareinkunn Reykjavíkur 2014

Um þetta leyti í fyrra reiknaði ritstjóri það sem hann kallar sumareinkunn Reykjavíkur. Nú hefur sumarið 2014 bæst við þá reikninga. Rétt er að líta á niðurstöðuna. Um það hvernig reiknað er má lesa í eldri pistlum

Sumarið 2013 kom mjög hraklega út - fékk aðeins 9 stig af 48 mögulegum. Nú ber svo við að þegar reiknað er upp á nýtt - frá grunni - bættist eitt stig við þetta sumar þannig að það telst nú hafa fengið tíu stig. Sömuleiðis kemur í ljós að 2009 missir eitt stig og er nú með 40 - ásamt 1928 og 1931. 

w-blogg060914-Sumareinkunn-rvk1922til2014 

Sömuleiðis datt eitt stig inn á 1983 - það var með núll stig í sama uppgjöri í fyrra. Ástæða þessara einkennilegu hræringa er svipuð og hringekja þingmanna á kosninganótt - troði árið í ár sér inn í stigaflokk verður annað að víkja þaðan í staðinn (oftast). En höfum ekki áhyggjur af því.

Sumarið (júní til ágúst) 2014 fékk 20 stig - tvöfalt fleiri en sumarið 2013. Þetta er nákvæmlega í meðallagi áranna 1961 til 1990 - en 12 stigum minna heldur en meðaltal síðustu tíu sumra (2004 til 2013). Klasinn 2007 til 2012 er einstakur í allri röðinni - hvergi í henni eru svona mörg sumur í röð jafn góð. Sumarið 1930 spillti til dæmis klasanum 1927 til 1931 - það var aðeins í meðallagi. 

Það var ágúst sem bjargaði sumrinu. Halaði einn og sér inn 13 stig af 16 mögulegum. Júní fékk 4 stig, en júlí 3. Aðeins fjórir ágústmánuðir skiluðu betri skor og 7 til viðbótar sömu. Meðaltal síðustu tíu ágústmánaða er 10. Ágúst var sum sé í 5. til 12. gæðasæti af 93.

En fyrir alla muni farið ekki að taka þessa einkunnagjöf alvarlega - hún telst alls ekki vera vísindalegur gerðardómur en er aðeins til gamans gerð.

Sumardagar voru taldir í fyrra - og verður talning fyrir sumarið 2014 birt hér fljótlega.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef maður hefði upplifað svona sumar árið 1990 hefði manni fundist það vera með bestu sumrum,

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2014 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 621
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 2416
  • Frá upphafi: 2413436

Annað

  • Innlit í dag: 580
  • Innlit sl. viku: 2180
  • Gestir í dag: 571
  • IP-tölur í dag: 555

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband