Farið í nýju fötin

Lægðin sem kölluð er Cristobal er nú um það bil að klæðast hefðbundnum þjóðbúningi norrænna kraftlægða. Við lítum á mynd af því. Þetta er þriðji pistillinn í röð um lægðina og sennilegasta sá þokukenndasti - beðist er velvirðingar á því. Þeir lesendur sem hafa þol til að lesa þetta gætu rifjað upp fyrri pistlana tvo - hugsanlega er eitthvað samhengi að finna. 

w-blogg310814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svonefnd vatnsgufumynd. Hún sýnir hvar vatnsgufa byrgir sýn til jarðar. Mest þar sem ský eru þykk og köld - þar eru hvítir litir ráðandi. Svarti liturinn sýnir þurru svæðin - þar sést lengra niður. Rauða línan markar útjaðar kerfisins. Þetta er loft sem það er búið að lyfta upp í hæstu hæðir - upp að veðrahvörfum. Þar breiðist það út í hæðarbeygju. 

Sjá má leifar hringrásar fellibylsins þar sem ör merkt bókstafnum c endar. Leifarnar eru harla litlar um sig. Kalda háloftalægðin sem einkum var fjallað um í pistlinum í fyrradag er merkt með bókstafnum L. Hún er að dragast inn í hina nýju lægð sem  er að verða til rétt norðan við leifahringrásina. 

Austan við nýju lægðina má sjá langan dökkan borða sem nær inn í lægðamyndunina en liggur síðan til suðurs og svo suðvesturs í haf. Þetta er þurra rifan svokallaða, þar dregst loft langt að ofan niður í átt að lægðarmiðjunni nýju og gefur henni öflugan snúning (já). Hér má einnig sjá tvö undanskot - það er eins og þau myndi göndla sem koma hver úr sínum punktinum sem örvarnar merktar u sýna. Þarna fer fram aðaluppstreymi lægðarinnar - með mikilli úrkomu og þar með dulvarmalosun - sem líka býr til lægðaiðu. 

Á næstu klukkustundum mun alskapaður lægðarsnúður birtast og lægðin fer síðan að grynnast.

Síðari myndin er venjuleg hitamynd - tekin um klukkustund á undan þeirri fyrri.

w-blogg310814c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá má syðsta hluta Íslands efst til hægri á myndinni. Hér sést hringrás leifanna (c) og vestara undanskotið en það samanstendur hér af lest háreistra skýjaklakka sem berast úr suðri og hækka og breiða úr sér eftir því sem norðar dregur. Það austara og eldra sést ekki eins vel og á vatnsgufumyndinni - er að renna út í eitt. 

Mikil úrkoma fylgir - og töluverður vindur líka - en við látum Veðurstofuna alveg um þau mál. Samkvæmt spám á þurra rifan að koma inn yfir landið suðvestanvert milli kl. 14 og 15. Ættu þá mestöll há- og miðský að sviptast burt á skammri stund og eftir sitja hrafnar (sundurtætt bólstra- og þokuský).

Síðan birtast hærri ský aftur - það væri þá norðurhluti snúðsins - við sleppum vonandi alveg við austur- og suðurhlið hans. Þar er versta veðrið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 78
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 2845
  • Frá upphafi: 2427397

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 2548
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband