Breyti í suðvestur

Nú hefur norðvestanáttin ráðið veðri hér á landi í nokkra daga - hún var af betri tegundinni að þessu sinni - lægðardrög hennar í veikara lagi - en niðurstreymið (skýjabaninn) í góðum gír í skjóli Grænlands. En svo virðist sem nú eigi að breyta aftur yfir í suðlægar áttir, fyrst hávestan, síðan suðvestan og sunnan.

Við lítum á 500 hPa hæðar- og þykktarkort norðurhvels í boði evrópureiknimiðstöðvarinnar, það gildir kl. 18 á sunnudag (24. ágúst).

w-blogg230814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jafnhæðarlínur eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því hvassari er vindurinn. Þykktin er sýnd í lit. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Gulu og brúnu litirnir tilheyra sumrinu - en grænir og bláir eru kaldari. Á þessum árstíma eru næturfrost eilíf ógn í björtu veðri, en meðan þykktin heldur sig græna megin - græn/bláu-markanna þarf mjög hægan vind, flatneskju og þurrt loft til að úr frosti verði.

Á sunnudaginn er landið í gula litnum og meira af slíku á leiðinni. Við erum þarna að komast inn í vestsuðvestanátt á milli kuldapolls yfir Grænlandi og veigalítils hæðarhryggs sem teygir sig til austurs rétt fyrir sunnan land. Kuldapollurinn er ekki af ógnandi gerðinni - en mun þó grafa sig til suðurs við Grænland vestanvert og snúa vindi til suðvesturs strax á mánudag. Útlit er fyrir að við verðum síðan einhvern tíma á hlýju hliðinni í þeirri suðvestan- og sunnanátt. Kannski að landið norðaustanvert njóti góðs af og þar hlýni svo um munar. Fullmikil bjartsýni? 

Almennt er hringrásin á norðurhveli ekki kominn út úr sumarástandinu - en það ætti að gerast alveg á næstunni. Vindsnúningur er yfirvofandi í heiðhvolfinu - fyrstu merki hallandi sumars þar. Við lítum e.t.v. á þann snúning einhvern næstu daga.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1014
  • Sl. sólarhring: 1110
  • Sl. viku: 3404
  • Frá upphafi: 2426436

Annað

  • Innlit í dag: 903
  • Innlit sl. viku: 3059
  • Gestir í dag: 879
  • IP-tölur í dag: 813

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband