Fjöldi tuttugustigadaga

Í síðustu færslu litum við á þær dagsetningar vor (eða sumar) þar sem hámarkshiti á landinu náði fyrst 20 stigum á árinu. Nú teljum við fjölda tuttugustigadaga á hverju ári. Munum að tuttugu stiga hiti hefur mælst í öllum mánuðum ársins nema desember, janúar og febrúar. En langflestir eru þeir í júlí.

Í síðustu færslu var minnst á fjölgun sjálfvirkra stöðva og fækkun þeirra mönnuðu. Þetta hefur reyndar oft borið á góma á hungurdiskum áður. Nú er það um það bil að gerast að mannaðar hitamælingar fara að leggjast af - vonandi þó enn um sinn hægt og bítandi frekar en allt í einu. Nú er svo komið að mannaða stöðvakerfið getur ekki eitt séð um að halda tuttugustigatalningunni úti. Það sjáum við á mynd.

w-blogg070614

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá fjölda tuttugustigadaga á hverju ári frá 1949 að telja. Reyndar eru ekki allar stöðvar með fyrr en 1961 þannig að við tökum ekki mikið mark á fyrstu 12 árunum. Vonandi verður hægt að bæta þeim við á heiðarlegan hátt síðar (á hungurdiskum eða afkomendum þeirra). Stöðvum fjölgaði hægt fram á miðjan áttunda áratuginn - en breyttist síðan lítið þar til rétt upp úr aldamótum. Árið 2004 fækkaði stöðvunum snögglega og síðan hefur fækkunin haldið áfram - en sjálfvirkar stöðvar hafa meir en bætt það upp.

Af einhverjum ástæðum verður breyting á línuritinu frá og með 1984 - eftir það fjölgar árum með fleiri en þrjátíu tuggugustiga daga talsvert - en lélegu árin eru áfram til staðar.

Svo koma sjálfvirku stöðvarnar hér inn 1996 - og eru nánast alveg sammála mönnuðu stöðvunum um fjöldann fyrstu árin - en síðan fer tuttugustigadögum á mönnuðum stöðvum fækkandi - miðað við það sem sjálfvirku stöðvarnar eru að mæla. 

Trúlega hefur tuttugustigadögum fjölgað í raun og veru (ekki bara í stöðvakerfinu) - eitthvað í takt við hlýnunina miklu um og upp úr aldamótum. En við skulum ekki velta okkur upp úr því í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 84
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1616
  • Frá upphafi: 2457171

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1478
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband