Hár hiti lætur bíða eftir sér (21. maí)

Hæsti hiti á landinu það sem af er ári mældist 18,1 stig í Skaftafelli fyrir mánuði síðan, 22. apríl. Hæsti hiti það sem af er maí er aftur á móti aðeins 16,3 stig sem mældust í Húsafelli fyrir hálfum mánuði, þann 7. maí. 

Þrátt fyrir þetta er hiti fyrstu þrjár vikur maímánaðar langt yfir meðallagi um landið sunnan- og vestanvert en minna á Austurlandi (1961-1990). Hitinn eystra er rétt undir eða um það bil í meðallagi síðustu tíu ára, en er meira en 1 stigi yfir því á Vesturlandi. Jákvæða vikið er mest í Straumsvík, 1,6 stig, en það neikvæða mest við Upptyppinga -0,6 stig undir. Af þeim 89 stöðvum sem 10-ára meðaltal hefur verið reiknað fyrir eru nú 76 yfir meðallagi, 3 í meðallagi og 9 undir því (óleiðréttar villur eru í gögnum einnar - hún er ekki talin með). 

Á vegagerðarstöðvunum er sú nærri Blönduósi með stærst jákvætt vik, 1,6 stig en Breiðdalsheiði með mesta neikvæða vikið, -0,5 stig. Sjálfvirk stöð Veðurstofunnar á Blönduósi er vikið nálægt 1,5 stigum.

Sé litið á síðustu 140 ár hefur landshámark maímánaðar 81 sinni mælst á síðustu 10 dögunum. Vegna þess að 16,3 stig teljast til lágra maíhámarka er líklegt að síðustu 10 dagarnir eigi eftir að gera betur. 

Svo sitjum við auðvitað uppi með landslágmarksdægurmetið frá því í fyrradag (20. maí), 16,0 stigin á Brúarjökli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 155
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 2076
  • Frá upphafi: 2412740

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 1821
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband