Nýtt dægurlágmark 20. maí

Aðfaranótt 20. maí ætlar greinilega að verða köld. Hitinn á stöðinni á Brúarjökli var kl. 1 kominn niður í -14,3 stig. Kannski fellur hann enn neðar. Þetta er alla vega orðið nýtt lágmarksdægurmet fyrir 20. maí. Gamla metið er -13,5 stig, sett á Brú á Jökuldal í þeim hræðilega mánuði maí 1979.

Viðbót síðar sama dag:

Frostið fór í -16,0 stig á Brúarjökli milli kl. 3 og 4 síðastliðna nótt. Þetta er nýtt landsdægurmet fyrir 20. maí og líka nýtt met fyrir mesta frost svo seint vors. Brúarjökull er smátt og smátt að hirða dægurlágmörkin á þessum tíma árs, á núna 8 af 31 dægurmeti maímánaðar eftir 9 ára stöðu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 1613
  • Frá upphafi: 2457362

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1457
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband