Sýndarsnjór nú (maí 2014) og í fyrra (maí 2013)

Útbúið hefur verið kort sem sýnir mismun á sýndarsnjó í harmonie-líkaninu 19. maí í ár og 19. maí í fyrra. Litirnir eru dálítið órólegir en með góðum vilja ættum við að sjá vel það sem máli skiptir. Myndin batnar talsvert sé hún stækkuð. 

w-blogg200514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á bláu og fjólubláu svæðunum er meiri snjór nú heldur en í fyrra. Í líkaninu er mun meiri snjór á Vestfjarðafjöllum heldur en var í fyrra, sérstaklega á Drangajökli og Ófeigsfjarðarheiði. Meiri snjór er líka á hálendinu kringum Eyjafjörð - frá Svarfaðardal og inn úr. Einnig er meiri snjór á hálendi Austfjarða og upp af Fljótsdal heldur en í fyrra. 

Mun minni snjór er á norðanverðum Langjökli heldur en í fyrra - en á Hofsjökli og Langjökli sunnanverðum er lítill munur. Í nágrenni höfuðborgarinnar virðist heldur minni snjór í fjöllum heldur en í fyrra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 84
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 1825
  • Frá upphafi: 2466946

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1671
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband