Tveir hringir

Í dag (fimmtudaginn 15. maí 2014) má sjá ágætt dæmi um vorhringrás á norðurhveli.  Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins með heildregnum línum. Því þéttari sem línurnar liggja því hvassari er vindurinn sem blæs samsíða þeim. Litafletir sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.

w-blogg160514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tveir hringir hafa verið settir á kortið - til áherslu. Sá minni og þrengri liggur í krappa í kringum norðurskautið. Í honum eru nokkrar stuttar bylgjur (lægðardrög) sem berast hratt til austurs eins og örin sýnir. Bylgjan við Tamirskaga í Síberíu er öflugust í dag. Mörkin á milli bláu og grænu litanna er við 5280 metra þykkt (kvarðinn batnar mjög sé myndin stækkuð). Næturfrost eru algeng inn til landsins hérlendis sé þykktin í bláa litnum - meira að segja í maí. Þegar vorið er svo langt komið viljum við sjá sem minnst af slíku - en það er samt algengt.

Bláu litirnir eru fjórir, sá dekksti sýnir hvar þykktin er minni en 5100 metrar. Þar ríkir enn vetur með snjókomu og hríðarbyljum. Lægsta þykkt sem við vitum um í háloftaathugun yfir Keflavíkurflugvelli í maí er 5040 metrar (1982). Veðurstöðvar muna kuldann þá vel - maíkuldamet þeirra eru mörg úr þessu kuldakasti.

Okkur fer að líða illa fari þykktin í síðari hluta maí niður undir eða niður fyrir 5200. Á því er þó nokkur hætta meðan ástandið er í þessum gír - eitthvað lægðardraganna norðlægu gæti teygt sig hingað. 

Annar hringur er á kortinu - miklu sunnar. Þar má sjá margar lokaðar (afskornar lægðir) sem virðast ekki taka þátt í vestanáttinni og hryggir - ekki eins áberandi - á milli. Lægðirnar eru kaldar en hryggirnir hlýir. Hlýjasti hryggurinn er yfir Kasakstan og þar er þykktin yfir 5700 metrar - svo mikil þykkt hefur aldrei mælst hérlendis. Mjög kalt lægðardrag liggur suður um Bandaríkin - en þar um slóðir eru miklar hitasveiflur um þessar mundir. 

Á vetrum er vestanröstin miklu öflugri heldur en í maí og nær oftast að hreinsa upp afskornu lægðirnar fljótlega eftir að þær myndast - en nú er það erfitt. Lægðirnar í suðurhringnum hreyfast samt flestar til austurs, tengjast nyrðri lægðardrögunum um síðir og geta þar með raskað háloftavindum á okkar slóðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 155
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 2076
  • Frá upphafi: 2412740

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 1821
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband