Umskipti í tíðarfari?

Í dag (fimmtudaginn 27. mars) virðist ætla að skipta um tíðarfar. Það gerist einmitt þegar heiðhvolfslægðin mikla skiptir sér loksins í tvennt eftir margar misheppnaðar tilraunir fyrr í vetur. Lítum á 30 hPa kort dagsins.

w-blogg270314a 

Það eru ekki bara tvær lægðir - heldur líka tvær hæðir. Jafnhæðarlínur eru heildregnar en hiti sýndur með litum. Kortið og kvarðinn batna við stækkun. Mikið ójafnvægi er á milli hæðar og hita. Hitinn ræðst mest af tvennu. Annars vegar upp- eða niðurstreymi þarna uppi - í 23 til 24 kílómetra hæð. Niðurstreymi er hlýtt en uppstreymi kalt.

Að auki ræðst hiti í heiðhvolfinu af geislunarjafnvægi - sem aftur ræðst af sólargangi og líka af ósonmagni. Í dag er mikið ósonhámark, 522 dobsoneiningar ekki þar fjarri sem hitinn er hæstur (-35 stig), en lágmarkið sé 296 einingar, við Norður-Noreg en þar er hitinn hvað lægstur. Ósonmagn er ekki fjarri árlegu hámarki á þessum tíma árs á norðurhveli.

Niðri í veðrahvolfinu leggjast vindar nú aftur til suðausturs og austurs - en í þetta sinn verður hæðarbeygja ráðandi við Ísland og 500 hPa-flöturinn stendur ofar en hann hefur gert í vetur. Þetta er því mun hagstæðari austanátt heldur en sú sem við höfum búið við. Þegar komið er fram á einmánuð verður þessi staða að teljast mikill vorboði - hversu lengi sem hann stendur við að þessu sinni.

En þökkum fyrir það svo lengi sem það endist. Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins samkvæmt spá evrópureiknimiðstöðvarinnar næstu 10-daga. Litir sýna vik frá meðallagi áranna 1981 til 2010.

w-blogg270314b 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband