18.12.2013 | 02:32
Lægð í myndun
Nú, þegar mjög djúp lægð er við vesturströnd landsins - og ekki úr sögunni, er næsta kraftlægð að myndast suður í hafi. Hún veldur illviðri hér á landi á fimmtudaginn eftir að hafa hrellt íra, skota og færeyinga strax á morgun (miðvikudag). Við sjáum lægðina vera að myndast á hitamyndinni hér að neðan.
Lægðin við Ísland olli leiðindaslagviðri í dag (þriðjudag). Nýja lægðin er rétt að verða til úr nauðsynlegu púsli. Hún hefur heimskautaröstina sér við hlið (gulbrúna línan), hlýja færibandið er komið á stjá (rauð ör)- orðið til úr undanskoti að sunnan. Kalda loftið sækir að úr vestri (blá ör) og kalda færibandið er að verða til í neðri lögum á norðurjaðri lægðarinnar. Auk þess er þurra rifan mætt á staðinn (lítið gult þ sem sýnir skýlaust svæði). Í þurru rifunni er loft úr upphæðum - sem útvegar lægðinni snúning. Svo virðist sem annar hárastarhluti sé líka á ferðinni, aðeins sýnilegur á einum stað - eins og reykjarmökkur sem liggur frá lægðinni í átt til Írlands.
Lægðin á að dýpka um 19 hPa frá miðnætti til kl. 6 að morgni og á að vera komin niður fyrir 950 hPa um miðnætti, hefur þá dýpkað alls um 38 hPa á sólarhring.
Hér kemur lægðin á fimmtudag og að austan. Svo vill til að lítið er af köldu lofti við Austur-Grænland fyrir norðan Ísland. Veðrið verður því varla af allra verstu gerð þótt lægðir sem koma úr suðaustri inn yfir Austur- eða Norðausturland séu alltaf viðsjárverðar - sérstaklega að vetrarlagi. Þær dengja oft niður snjó á stuttum tíma og snjóflóðadraugurinn vaknar til lífs. En svo virðist sem norðanáttin í vesturjaðri lægðarinnar verði tiltölulega hlý. Sömuleiðis dregur fljótt úr vindi aftur - sé að marka spár.
Við vonum því það besta þótt lægðin sé afspyrnudjúp. Í fljótu bragði virðist lægsti þrýstingur sem mælst hefur á landinu það sem af er þessari öld vera um 942 hPa - tæplega verður það slegið en fróðlegt að fylgjast með.
Þarnæsta lægð virðist eiga að fara átakalítið (fyrir okkur) fyrir sunnan land. Evrópureiknimistöðin og bandaríska veðurstofan eru sammála um það - en þó er sá munur að ameríska spáin er hlýrri og gefur jafnvel í skyn að frostlaust eða frostlítið verði um helgina - en reiknimiðstöðin er kaldari.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 201
- Sl. sólarhring: 326
- Sl. viku: 1782
- Frá upphafi: 2447218
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 1624
- Gestir í dag: 168
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.