5.10.2013 | 01:53
Þrjú hlý tímabil
Enn er rætt um landsmeðaltal hita og vaðið á súðum. Á löngum tíma er mikill órói í veðurstöðvakerfinu. Þegar hiti til langs tíma er reiknaður er léttara að fást við meðaltöl sömu stöðva á sem lengstu tímabili frekar en þær allar. Það sem hér fer að neðan byggir á meðaltali 26 stöðva um land allt. Munur á því og þeim meðaltölum sem hungurdiskar hafa fjallað um að undanförnu er reyndar lítill - en það er ekki viðfangsefni dagsins.
Hér verður hitafar þriggja hlýrra tímabila borið saman, þau hlýjustu sem við þekkjum úr mælisögunni. Fyrst er að telja það hlýskeið sem enn stendur yfir, 1998 til 2013. Í öðru lagi er fyrsti toppur tuttugustualdarhlýskeiðsins mikla, við veljum árin 1928 til 1943 til að vera með jafnlangan tíma í takinu. Árið 1943 kom tímabundið hik á hlýindin. Mjög hlýtt var einnig um miðjan fimmta áratuginn en síðan kom talsvert bakslag árið 1949 og stóð til 1952. Þá náðu hlýindin sér aftur á strik (nema á sumrin) þar til hafísárin svokölluðu gengu í garð 1965.
Við hugsum ekkert um leitni, hún ræðst algjörlega af vali gluggans. Það sem skiptir máli eru yfirburðir hlýindaskotsins 2002 til 2004 og sömuleiðis hinn litli breytileiki eftir 2005. Á hinum hlýskeiðunum báðum teygja hæstu tindar sig upp í um 5 stig hvað eftir annað en detta þess á milli sífellt niður fyrir 3,5 stig. Núverandi hlýindi eru ákaflega sérstök hvað þetta varðar.
Nú er spurningin hvort flatneskjan endar í dýfu eða nýju hlýskoti upp úr flatneskjunni. Sagan segir okkur að annað hvort er óumflýjanlegt.
Þáttur hnattrænnar hlýnunar er undirliggjandi en sést ekki á þessari mynd og ekki nema mun lengra tímabil sé lagt undir. Hérlendis gæti verið um 0,7 stig á öld að ræða. Sá er t.d. munurinn á brokkgengu hlýskeiði 19. aldar og 20. aldarhlýskeiðinu og jafnframt munur á 19. aldarkuldaskeiðinu langa og síðtuttugustualdarkuldaskeiðinu sem fjölmargir muna. Munurinn á hæstu tölunni (1941) og toppinum 2003 er 0,26 stig - það samsvarar 0,4 stigum á öld. Munurinn á lægstu tölu dældarinnar 1940 og lægstu tölunni 2005 er 0,24 stig - líka um 0,4 stig á öld. En - einstakir toppar eru einskær tilviljun.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 48
- Sl. sólarhring: 241
- Sl. viku: 1010
- Frá upphafi: 2421110
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 884
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hér ber nýrra við. Trausti kýs að blanda saman eplum og appelsínum; mælitölum mannaðra stöðva 1951 - 1966 og 1928 - 1943 annars vegar og mælitölum sjálfvirkra stöðva 1998 - 2013(!)
Áður hefur komið fram í umræðunni að munur á mæliröðum mannaðra vs sjálfvirkra stöðva tímabilið 1998 - 2013 er að meðaltali 0,3°C.
Í því ljósi verða toppar 1928 - 1943 og 1998 - 2013 tímabilanna nánast jafnir. Ef menn hirða svo um að skoða frekar raunverulegar/staðfestar mæliniðurstöður frá upphafi skráðra ríkishitamælinga á Íslandi má sjá:
"Hiti hefur aðeins sex sinnum verið bókaður 30°C eða hærri á Íslandi. Þessi tilvik eru:
Teigarhorn 24. september 1940 (36,0°C), ekki viðurkennt sem met,
Möðrudalur 26. júlí 1901 (32,8°C), ekki viðurkennt sem met,
Teigarhorn 22. júní 1939 (30,5°C),
Kirkjubæjarklaustur 22. júní 1939 (30,2°C),
Hallormsstaður júlí 1946 (30,0°C) og
Jaðar í Hrunamannahreppi júlí 1991 (30,0°C)
Hvanneyri 11. ágúst 1997 (30,0°C), sjálfvirk stöð
Að auki hefur nokkrum sinnum frést af meira en 29°C stiga hita. Það var á Eyrarbakka 25. júlí 1924 (29,9°C), Akureyri 11. júlí 1911 (29,9°C), á sama stað 23. júní 1974 (29,4°C), á Þingvöllum 30. júlí 2008 (29,7°C), á Kirkjubæjarklaustri 2. júlí 1991 (29,2°C), á Egilsstaðaflugvelli 11. ágúst 2004 (29,2°C) og daginn áður í Skaftafelli (29,1°C). Einnig fór hámark í 29,1°C á Nefbjarnarstöðum á Úthéraði 10. júlí 1911.
(http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1000)
Trausti ætti að kannast mætavel við þessa hitasögu. Hann hefur hins vegar gefið mér þá skýringu á því að gömlu hitametin standi ennþá að mikið vanti upp á að búið sé að þekja landið með sjálfvirkum stöðvum - og voru þær þó ekki til staðar árið 1939 . . . :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 09:20
Þetta sannar ekkert þinn málstað Hilmar minn. Spurning hvort þú hefur líka athugað kuldametin. Held að það sé orðið sjaldgæfara á láglendistöðvum í dag að sjá háar frosttölur. Til dæmis hér í Vestmannayjum er orðið afskaplega sjaldgæft að það komi frost yfir 10°C. Og jafnframt hefur Vestmannaeyjahitamet verið á síðustu árin að falla. Og jafnframt var síðaðsti vetur einn sá hlýjasti í Vestmannaeyjum. Enn tek skýrt fram að mér finnst þetta lítið sem ekkert segja mér hvort það sé að smá kólna eða smá hlýna.
Pálmi Freyr Óskarsson, 5.10.2013 kl. 18:20
Náttúran sér um að sanna minn málstað PFÓ:
"5.10.2013 | 19:42
Fyrsta næturfrostið í Reykjavík
Í nótt mældist fyrsta næturfrostið í Reykjavík á þessu hausti, -0,1 stig.
Síðasta frost í vor var 15. maí og var það einnig -0,1 stig.
Frostlausi tíminn var því 142 dagar en hann var að meðaltali 145 dagar á þessari öld (með þessu ári) en 143 dagar öll árin frá 1920. (http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/)
Það er því alla vega að kólna í Reykjavík mv. bæði þessa öld og öll árin frá 1920 ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 20:16
Þú átt sennilega við að náttúran sér um að afsanna þinn málstað Hilmar. Til dæmis er þetta næturfrostadæmi ekki að styrkja þinn málstað.
Pálmi Freyr Óskarsson, 5.10.2013 kl. 21:25
Hilmar. Aðeins mannaðar stöðvar koma við sögu línuritsins - nema 6 mánuði ársins 2013. Þú mættir taka fram hver er höfundur greinargerðarinnar sem þú vitnar í - og aðrir lesendur mættu vita að textinn þar er lengri en þetta - allt er úr samhengi dregið - enn fellur gengið.
Trausti Jónsson, 6.10.2013 kl. 01:25
Gengið hefur fallið frá stofnun lýðveldisins Trausti - það er ekkert nýtt :)
Toppur 1998 - 2013 keðjumeðaltalsins á þriggja tímabila yfirlitinu er grunsamlega líkur sjálfvirku stöðvunum hér: http://trj.blog.is/blog/trj/image/1216893/
Enn og aftur ýjarðu að því að ég sé að misfara með tilvísanir í texta Veðurstofunnar. Það er einfaldlega alrangt.
Krækjan á frumgögnin/allan textann í fullu samhengi er á sínum rétta stað, fyrir neðan tilvísunina:
>(http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1000)
Ekkert er úr samhengi dregið, nema þá tilraun þín til að gjaldfella mig ásamt/með krónunni :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 08:47
Mér sýnist þú Hilmar satt að segja gjaldfella þig mest sjálfur með öllum þessum kjánalegu athugasemdum og endalausum ásökunum um óheiðarleika pistlahöfundar. Við ættum frekar að þakka Trausta fyrir vinnuna sem hann leggur í þetta.
Ágætt líka það sem Pálmi sagði hér í athugasemdum um daginn: "Hilmar, þú ert nú ansi duglegur að oftúlka/útúrsnúa alla hluti þér til hag sjálfur. Hvernig á fólk eiginlega að nenna svara þér?"
Endilega að hafa þetta í huga Hilmar, þú ert nefnilega ekkert að koma vel út úr þessu.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.10.2013 kl. 10:05
Ég held að hyggilegast sé að vera ekki að svara Hilmari neitt. Leyfa honum bara að ærslast út af fyrir sig.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.10.2013 kl. 12:19
Emil og Sigurður hitta naglann á höfuðið. Hilmar hefur stundað þennan umræðu stíl lengi - núna m.a. gagnvart Trausta, lengi vel (og er enn í gangi) vorum við á loftslag.is nánast þeir einu sem þurftum að verjast athugasemdum hans. Ég er reyndar ánægður með að aðrir sjái loksins að athugasemdir hans eru ekki nothæfur málflutningur - þakka þeim sem hafa bent á það.
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.10.2013 kl. 13:26
Hér gjamma kjölturakkar kolefniskirkjunnar í einum kór :)
Missagnir, rangfærslur og hrein lygi eru aðalsmerki málflutnings óðahlýnunarsinna. Það er að kólna piltar, sættið ykkur við það ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.