26.9.2013 | 00:29
Aðeins meira af sólarleysismetingi
Sumarið sem nú má heita liðið var heldur sólarlítið um suðvestanvert landið. Um það hefur verið fjallað áður á þessum vettvangi. Þó var spurt hvernig málið yrði ef maí og september væru teknir með.
Hér að neðan er mynd sem sýnir uppsafnaðan sólskinsstundafjölda fjögurra sumra í Reykjavík frá 1. maí og út september. Árið í ár á eftir að bæta fáeinum stundum við til mánaðamóta - en ekki svo mörgum að það raski myndinni. Halli ferlanna gefur til kynna hvort sólríkt var eða ekki, sé hann lítill var sólarlítið, sé ferill brattur hefur verið sólríkt á þeim tíma.
Lóðrétti ásinn sýnir sólskinsstundafjöldann, sá lárétti dagafjölda frá og með 1. maí. Lituðu ferlarnir sýna síðan uppsafnaða stöðu frá degi til dags sumarið út. Hér eru tekin fjögur ár, 1955 (fyrir illt orð sem af því fer), árið í ár (2013) og árin 1983 og 2012 sem annars vegar sýna sólarrýrasta tímabilið og hins vegar það sólríkasta.
Eftir fyrsta mánuðinn er 1983 strax aumast, árið í ár fer aðeins betur af stað, en vart má milli sjá hvort árið 1955 eða 2012 gerir betur. Skemmst er frá því að segja að árið 1983 stendur sig jafnilla allt tímabilið í gegn - helst að athygli veki nær algjörlega sólarlaust (flatt) tímabil frá 2. til 14. ágúst. Þá mældust sólskinsstundirnar aðeins 5 í Reykjavík.
Árið 2012 (grænt) heldur sínu striki út í gegn, það er aðeins vika snemma í ágúst sem hefði getað gert betur. Minnkandi halli á línunni undir lokin sýnir fyrst og fremst styttri sólargang.
Sumarið 1955 sló aðeins af í júní en snemma í júlí keyrði um þverbak. Síðari hluti tímabilsins var jafnvel enn rýrari heldur en sami tími 1983.
Sumarið í ár, 2013, er öðru vísi heldur en 1955 og 1983 að því leyti að býsna brattar brekkur (sólrík tímabil) koma tvisvar eða þrisvar, mest munar um hálfan mánuð kringum mánaðamótin júlí/ágúst. Þá fór 2013 fram úr 1955 og hékk síðan ofan við það sem eftir lifði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:51 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 154
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 1259
- Frá upphafi: 2455985
Annað
- Innlit í dag: 140
- Innlit sl. viku: 1148
- Gestir í dag: 131
- IP-tölur í dag: 121
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Já, það er hægt að ljúga miklu með línuritum.
Dáldið fyndið t.d. að taka maí með - en nauðsynlegt til að ná næst bestu útkomunni fyrir árið í ár (og svo auðvitað að velja tvö verstu árin að auki).
Annað hefði reyndar verið uppá teningnum ef hitinn væri reiknaður á sama tímabili (vorið (apríl og maí) var kalt, meðalhiti í Reykjavík hefur ekki orðið lægri síðan 1989).
Enn eru menn í nauðvörn hvað síðastliðið sumar varðar. Ekki svo slæmt segir línurit Trausta.
Allar opinberar tölur segja hins vegar að sumarið hafi verið mjög slæmt, svo sem að meðalhiti þess (júní-ágúst) sé 1,2 stigum undir meðaltali síðustu 10 ára.
Og ekki bætir september úr skák ...
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 13:35
Við skulum ekki vera ósanngjarnir Torfi. Spámenn Veðurstofu Íslands hafa lofað landsmönnum allt að +6°C aukningu ársmeðalhita á þessari öld: (http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf).
Það er því alveg sjálfsagt að taka nettan Dr. James Hansen á vísindin ef fjandans náttúran neitar að fara eftir flottu spálíkönunum og sviðsmyndunum . . . ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 17:27
Torfi. Spurning barst um það hvernig sumarsólin liti út ef maí og september væru teknir með - það var allt og sumt. Maí var ekki „nauðsynlegur“ gagnvart sólarsamanburðinum, sé byrjað í júní kemur nánast það sama út. Kíktu á viðhengi pistilsins. Um daginn var sagt hér á þessum vettvangi að síðastliðið sumar hefði verið það lakasta í Reykjavík síðan 1984 - að fimmtungamati hungurdiska - en það munu vera ýkjur - verri sumur hafa komið síðan. Hilmar - nú birtist ágrip af nýrri sérfræðiskýrslu IPCC á morgun - föstudag og fyrsti hluti aðalskýrslunnar kemur út á mánudaginn. Þá er bara að grafa sig í hana og leita að villum og rangfærslum. Ég veit ekki hvort eða hvenær Veðurstofan gefur út álit fyrir Ísland byggt á þessari nýju skýrslu. Almenn frétt mun þó birtast á vef Veðurstofunnar.
Trausti Jónsson, 27.9.2013 kl. 00:52
Trausti. Hér er nýjasta umfjöllunin um hið reykvíska "sumar": "Sé litið á sérstakan vinsældakvarða sem m.a. mælir úrkomu og fjölda sólarstunda þá fær sumarið í ár falleinkunn, aðeins níu stig af 48 mögulegum í höfuðborginni. Það stendur langt að baki góðviðrissumrum síðustu ára. 2009 fær hæsta einkunn í samkeppninni um besta sumarið, alls 41 stig, sumrin 2010 og 2012 eru skammt undan með 39 stig og sumarið 2011 fékk 38 stig. Maí og september bættu litlu við gæði sumarsins..."
Torfi Kristján Stefánsson, 27.9.2013 kl. 08:02
Sæll Trausti. Ég dreg það ekki í efa að spámenn Veðurstofu Íslands munu leggja sig fram um að grafa sig í nýútkomið Evangelum IPCC til að leita að villum og rangfærslum :)
Svo er það auðvitað spurning um hvenær hin hámenntaða íslenska vísindanefnd um loftslagsbreytingar þiggur næst laun íslenskra skattborgara fyrir að þýða innihald skýrslu IPCC og samsama áliti sínu á væntanlegri kólnun á landinu bláa.
Erum við ekki að tala um a.m.k. -1°C kólnun á Íslandi fram til 2050? Eigum við bara ekki að setja fram hógværa spá og sleppa öllum öfgum? Það er jú ljóst að Veðurfræðin í dag býður ekki upp á neina nákvæmni í veðurspám sem toppa tíu daga fram í tímann - ekki satt Trausti?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.