Pínulítiđ röng?

Í síđasta pistli (fyrir 3 dögum) var fjallađ um gríđarlega ólíkar spár sem gilda áttu kl. 18 í dag, mánudaginn 23. september. Evrópureiknimiđstöđin spáđi hćgri austan- og norđaustanátt, háum loftţrýstingi og ţurru veđri. Bandaríska reiknistofan spáđi hins vegar landsynnngssteytingi međ rigningu á Suđur- og Vesturlandi.

Var önnur spáin ţá rétt? Ef litiđ er á ţrýstifar og vinda eingöngu var evrópureiknimiđstöđin mun nćrri ţví rétta, en ţegar upp var stađiđ rigndi suđvestanlands kl. 18 - ađ vísu ekki međ vindlátum en rigndi samt. Ţeir sem hugsa eingöngu um bleytuna gćtu taliđ bandarísku spána betri - en ţeir sem horfa á loftţrýsting og vind hallast ađ ţví ađ evrópureiknimiđstöđin hafi veriđ betri. Ritstjórinn er reyndar sammála ţví síđarnefnda. Regnsvćđiđ sem var viđ Suđvesturland í dag átti ađ vísu ađ vera viđ Fćreyjar í dag (mánudag) - en hvađ um ţađ.

Ţetta var mjög gerđarlegt regnsvćđi - en mesta úrkoman virđist skríđa hjá, en var samt meiri en 5 mm á klst ţar sem mest var - trúum viđ áćtlun veđursjárinnar á Miđnesheiđi - ţađ er býsna mikiđ nćrri ţví nóg til ţess ađ mađur fari ađ halla sér ađ ţeirri amerísku.

Úrkomusvćđiđ leit svona út í líkani evrópureiknimiđstöđvarinnar kl. 18 í dag.

 w-blogg240913a

Kort og kvarđar batna mjög viđ stćkkun. Viđ sjáum ađ austanátt er undir úrkomunni en lögun kerfisins kallar samt á ţá spurningu hversu langt sé upp í suđvestanáttina. Háloftaathugun í Keflavík sýndi ađ vindsnúningurinn var um hádegi í tćplega 4 km hćđ - ţar fyrir ofan blés af suđvestri.

Viđ lítum á kort sem sýnir hćđ 500 hPa-flatarins auk hita og vinds í fletinum á sama tíma og kortiđ hér ađ ofan gildir.

w-blogg240913b

Hér sjáum viđ lćgđardrag fyrir vestan land (miđjan merkt međ grárri strikalínu). Ţađ rennur hratt til austurs yfir landiđ í nótt. Á eftir ţví gćti létt til. Regnsvćđiđ ćtti ađ fara austur međ lćgđardraginu - enda er ţađ tengt samspili ţess og austanáttarinnar neđar.

En nýtt lćgđardrag kemur síđan úr vestri - ţađ er öllu gerđarlegra. Sjávarmálskortiđ hér ađ neđan gildir kl. 21 annađ kvöld (ţriđjudag).

w-blogg240913c

Ţetta úrkomusvćđi er svipađs eđlis en hiđ fyrra. Vindur er alls stađar af austlćgri átt í draginu - ţađ sem gćtu sýnst vera kuldaskil og hitaskil í ţví hreyfast hins vegar til austurs - á móti vindi - sem er frekar óţćgilegt. Í ţessu tilviki gerir reiknimiđstöđin hins vegar ráđ fyrir ţví ađ lítil lćgđ snarist út úr hringrásinni um ţađ bil ţar sem viđ gćtum hugsađ okkur ađ hita- og kuldaskil mćttust. Eru ţá ekki allir ánćgđir?

En viđ skulum líka líta upp í 500 hPa flötinn á sama tíma og ţetta seinna grunnkort.

w-blogg240913d

Miđja lćgđardragsins nýja er merkt međ grárri strikalínu. Dragiđ hreyfist til austurs og dýpkar. Meiri rigning nálgast.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 981
  • Frá upphafi: 2420865

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 862
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband