Pínulítið röng?

Í síðasta pistli (fyrir 3 dögum) var fjallað um gríðarlega ólíkar spár sem gilda áttu kl. 18 í dag, mánudaginn 23. september. Evrópureiknimiðstöðin spáði hægri austan- og norðaustanátt, háum loftþrýstingi og þurru veðri. Bandaríska reiknistofan spáði hins vegar landsynnngssteytingi með rigningu á Suður- og Vesturlandi.

Var önnur spáin þá rétt? Ef litið er á þrýstifar og vinda eingöngu var evrópureiknimiðstöðin mun nærri því rétta, en þegar upp var staðið rigndi suðvestanlands kl. 18 - að vísu ekki með vindlátum en rigndi samt. Þeir sem hugsa eingöngu um bleytuna gætu talið bandarísku spána betri - en þeir sem horfa á loftþrýsting og vind hallast að því að evrópureiknimiðstöðin hafi verið betri. Ritstjórinn er reyndar sammála því síðarnefnda. Regnsvæðið sem var við Suðvesturland í dag átti að vísu að vera við Færeyjar í dag (mánudag) - en hvað um það.

Þetta var mjög gerðarlegt regnsvæði - en mesta úrkoman virðist skríða hjá, en var samt meiri en 5 mm á klst þar sem mest var - trúum við áætlun veðursjárinnar á Miðnesheiði - það er býsna mikið nærri því nóg til þess að maður fari að halla sér að þeirri amerísku.

Úrkomusvæðið leit svona út í líkani evrópureiknimiðstöðvarinnar kl. 18 í dag.

 w-blogg240913a

Kort og kvarðar batna mjög við stækkun. Við sjáum að austanátt er undir úrkomunni en lögun kerfisins kallar samt á þá spurningu hversu langt sé upp í suðvestanáttina. Háloftaathugun í Keflavík sýndi að vindsnúningurinn var um hádegi í tæplega 4 km hæð - þar fyrir ofan blés af suðvestri.

Við lítum á kort sem sýnir hæð 500 hPa-flatarins auk hita og vinds í fletinum á sama tíma og kortið hér að ofan gildir.

w-blogg240913b

Hér sjáum við lægðardrag fyrir vestan land (miðjan merkt með grárri strikalínu). Það rennur hratt til austurs yfir landið í nótt. Á eftir því gæti létt til. Regnsvæðið ætti að fara austur með lægðardraginu - enda er það tengt samspili þess og austanáttarinnar neðar.

En nýtt lægðardrag kemur síðan úr vestri - það er öllu gerðarlegra. Sjávarmálskortið hér að neðan gildir kl. 21 annað kvöld (þriðjudag).

w-blogg240913c

Þetta úrkomusvæði er svipaðs eðlis en hið fyrra. Vindur er alls staðar af austlægri átt í draginu - það sem gætu sýnst vera kuldaskil og hitaskil í því hreyfast hins vegar til austurs - á móti vindi - sem er frekar óþægilegt. Í þessu tilviki gerir reiknimiðstöðin hins vegar ráð fyrir því að lítil lægð snarist út úr hringrásinni um það bil þar sem við gætum hugsað okkur að hita- og kuldaskil mættust. Eru þá ekki allir ánægðir?

En við skulum líka líta upp í 500 hPa flötinn á sama tíma og þetta seinna grunnkort.

w-blogg240913d

Miðja lægðardragsins nýja er merkt með grárri strikalínu. Dragið hreyfist til austurs og dýpkar. Meiri rigning nálgast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 90
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 1263
  • Frá upphafi: 2464650

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 1082
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband