Algjör nördun (ađrir ćttu varla ađ lesa textann)

Stundum liggur ritstjóri hungurdiska út á jađar ţess áhugaverđa. Svo er ađ ţessu sinni og eru hinir almennu lesendur beđnir velvirđingar - ţeir geta bara sleppt ţví ađ lesa meira.

Spurningin sem velt er upp er ţessi: Í hversu mörg ár samfellt hefur ársmeđalhiti í Reykjavík hćkkađ - áriđ í ár veriđ hlýrra heldur en ţađ í fyrra? Svariđ er: Fjögur. Frá upphafi samfelldra mćlinga hefur ţađ gerst tvisvar sinnum ađ ársmeđalhitinn hefur hćkkađ í fjögur ár í röđ. Ţađ hefur gerst sjö sinnum ađ hann hefur hćkkađ ţrjú ár í röđ. Oftast skiptast á eitt til tvö ár í senn međ hćrri eđa lćgri hita heldur en í fyrra.

Viđ lítum á mynd sem sýnir fjögurra ára tímabil í keđju. Fjöldi formerkja á hverju tímabili er talinn. Mínusmerkin (kaldara en í fyrra) geta mest orđiđ fjögur - og plúsarnir líka mest fjórir. Oftast er fjöldinn núll eđa tveir.

w-blogg060913-merkjasumma

Tilvik ţegar hiti hćkkađi fjögur ár í röđ eru eins og áđur sagđi tvö. Hiđ fyrra var ţegar hitinn hoppađi upp úr versta 19. aldarástandinu á árunum 1887 til 1890. Hiđ síđara ţegar viđ stukkum úr langvinnum kulda á árunum 2000 til 2003. Tvisvar hefur hitinn lćkkađ fjögur ár í röđ, annars vegar 1916 til 1919 en hins vegar 1934 til 1937.

Viđ getum ţví heiđarlega sagt ađ ţađ sé mjög óvenjulegt ađ hiti hćkki fjögur ár í röđ - og einstakt hćkki hann (eđa lćkki) fimm ár í röđ - viđ bíđum enn eftir ţví.

Hér er ekkert sagt um hversu mikil hćkkun eđa lćkkun er. Í nítjándualdarhlýnuninni hćkkađi hiti um 1,85 stig á fjórum árum, en í aldamótahlýnuninni okkar hćkkađi hann um 1,59 stig á sama tíma.

Frá aldamótum síđustu (frá og međ 2001 til 2012) hefur hiti hćkkađ um 1,02 stig (plúsasumman er 1,02 stig).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef ţetta er "algjör nördun" hjá ţér ţá erum viđ ađ minnsta kostit tveir, sem föllum undir ţađ hugtak.

Ómar Ragnarsson, 6.9.2013 kl. 10:34

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Í árslok 1937 hefđu sumir átt ađ vera alveg óđir í sannfćringu sinni um ţađ ađ veđurfar fćri heldur betur kólnandi!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 6.9.2013 kl. 12:09

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kannski mćtti segja ađ ekki getur vont versnađ eđa gott batnađ lengi.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.9.2013 kl. 12:50

4 identicon

"Frá aldamótum síđustu (frá og međ 2001 til 2012) hefur hiti hćkkađ um 1,02 stig (plúsasumman er 1,02 stig)."(sic)

Trausti Jónsson fer á kostum í óđahlýnunarútreikningunum. Spurning hvort efsta hćđin hjá Veđurstofu Íslands í Öskjuhlíđinni lendi fyrir ofan eđa neđan sjávarmál um nćstu aldamót međ ţessum útreikningum?

Í ţessu sambandi er rétt ađ geta ţess ađ tímabiliđ frá(og međ) 2001 - 2012 er međaltal ársmeđaltala í Reykjavík 5,5°C. Á ţessu tímabili hefur nákvćmlega engin hlýnun átt sér stađ í höfuđborg allra landsmanna á ársgrundvelli. . . :)

Ţađ fer ađ verđa spurning hvort umhverfisráđuneytiđ hafi látiđ óháđa ađila yfirfara skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar 2008?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 6.9.2013 kl. 13:34

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert... og tek undir međ Ómari, ekkert svo nördalegt  Ţađ kemur mér reyndar á óvart hvađ hlýnunartrendiđ er ómerkilegt ađ sjá á línuritinu.

Ég vona ađ ţađ valdi ekki svefntruflunum hjá sumum

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2013 kl. 15:29

6 Smámynd: Trausti Jónsson

Ómar - nördin leynast víđa.

Trausti Jónsson, 8.9.2013 kl. 01:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 56
  • Sl. sólarhring: 243
  • Sl. viku: 1018
  • Frá upphafi: 2421118

Annađ

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband