5.9.2013 | 01:13
Nördamoli
Þessi er reyndar aðeins fyrir allra hörðustu nördin - í tilefni af hægum vindi á landinu í dag (miðvikudaginn 4. september). Ekki var vindurinn þó neitt nálægt hægviðrismeti - en skemmtilegt samt að sjá hversu hægur meðalvindhraði á landinu getur orðið. Auðvelt var að fletta upp tölum frá þessari öld. Hér er taflan - hægustu dagar hvers mánaðar, vindhraði í metrum á sekúndu.
Taflan er unnin út frá meðaltali sjálfvirkra stöðva - en sérstakur dálkur sýnir meðalvindhraða sömu daga á mönnuðu stöðvunum. Svo má sjá muninn - hann er oftast ekki mikill.
ár | mán | dagur | sjálfv | mannaðar | mism |
2001 | 1 | 8 | 2,42 | 2,93 | 0,51 |
2005 | 2 | 24 | 1,88 | 1,82 | -0,06 |
2013 | 3 | 13 | 2,28 | 2,03 | -0,25 |
2005 | 4 | 22 | 1,74 | 1,91 | 0,17 |
2008 | 5 | 13 | 2,02 | 1,89 | -0,13 |
2007 | 6 | 10 | 2,36 | 2,55 | 0,19 |
2006 | 7 | 25 | 2,03 | 2,20 | 0,17 |
2009 | 8 | 10 | 2,09 | 2,33 | 0,24 |
2001 | 9 | 26 | 2,02 | 1,67 | -0,35 |
2001 | 10 | 19 | 1,83 | 1,36 | -0,47 |
2003 | 11 | 15 | 2,08 | 1,76 | -0,32 |
2009 | 12 | 14 | 2,41 | 1,71 | -0,70 |
Af töflunni virðist mega ráða að allra hægustu dagana sé að vænta vor og haust. Hafgolan hefur sín áhrif til hækkunar meðaltala að sumarlagi. Hægasti dagurinn á sjálfvirku stöðvunum er 22. apríl 2005, föstudagur eftir sumardaginn fyrsta. Á mönnuðu stöðvunum gerir 19. október 2001 aðeins betur.
Sé litið á tímabilið frá og með 1949 til okkar dags kemur í ljós að methægviðrið er allt á fyrstu 15 árum þess tímabils. Meðalvindhraði var þó svipaður og á síðari árum. Vindhraðamælar voru á fáum stöðvum og var logn mjög gjarnan oftalið - það kom í ljós þegar vindhraðamælar tóku völdin. Almennt var þó vindur ekki vanmetinn - nema þegar hann var mjög hægur. Þegar keppt er í flokknum hægustu dagar allra tíma munar lítilega um það hvort vindhraði er núll eða t.d. 1 m/s á stórum hluta stöðva í landinu. Af metatöflunni hér að neðan má ráða að e.t.v. munar um 0,5 m/s.
Taflan sýnir fimm hægustu daga tímabilsins 1949 til 2013 - á mönnuðum stöðvum, tölurnar eru í m/s.
ár | mán | dagur | meðalvindur |
1962 | 3 | 23 | 0,92 |
1962 | 3 | 22 | 0,95 |
1950 | 8 | 2 | 0,99 |
1961 | 10 | 20 | 1,10 |
1961 | 12 | 23 | 1,13 |
Aldrei að vita nema einhverjir muni þessa daga, ritstjórinn man ábyggilega marsdagana 1962, en er síður viss um þorláksmessu 1961 og 20. október sama ár. - Reyndar var hann þetta haust handrukkari fyrir Samvinnutryggingar og man vel eftir rukkunarstörfum á einu sérlega glæsilegu norðurljósakvöldi í október 1961 - kannski það hafi verið einmitt þennan dag. Hafi það verið þriðjudagur var verið að missa af framhaldsleikriti útvarpsins - sem margir muna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 21
- Sl. sólarhring: 228
- Sl. viku: 983
- Frá upphafi: 2421083
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 861
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Varstu harðskeyttur handrukkari?!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2013 kl. 16:24
Þreytandi held ég - en annars vildu flestir greiða tryggingarnar strax.
Trausti Jónsson, 6.9.2013 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.