Nördamoli

Þessi er reyndar aðeins fyrir allra hörðustu nördin - í tilefni af hægum vindi á landinu í dag (miðvikudaginn 4. september). Ekki var vindurinn þó neitt nálægt hægviðrismeti - en skemmtilegt samt að sjá hversu hægur meðalvindhraði á landinu getur orðið. Auðvelt var að fletta upp tölum frá þessari öld. Hér er taflan - hægustu dagar hvers mánaðar, vindhraði í metrum á sekúndu.

Taflan er unnin út frá meðaltali sjálfvirkra stöðva - en sérstakur dálkur sýnir meðalvindhraða sömu daga á mönnuðu stöðvunum. Svo má sjá muninn - hann er oftast ekki mikill. 

ármándagursjálfvmannaðarmism
2001182,422,930,51
20052241,881,82-0,06
20133132,282,03-0,25
20054221,741,910,17
20085132,021,89-0,13
20076102,362,550,19
20067252,032,200,17
20098102,092,330,24
20019262,021,67-0,35
200110191,831,36-0,47
200311152,081,76-0,32
200912142,411,71-0,70

Af töflunni virðist mega ráða að allra hægustu dagana sé að vænta vor og haust. Hafgolan hefur sín áhrif til hækkunar meðaltala að sumarlagi. Hægasti dagurinn á sjálfvirku stöðvunum er 22. apríl 2005, föstudagur eftir sumardaginn fyrsta. Á mönnuðu stöðvunum gerir 19. október 2001 aðeins betur.

Sé litið á tímabilið frá og með 1949 til okkar dags kemur í ljós að methægviðrið er allt á fyrstu 15 árum þess tímabils. Meðalvindhraði var þó svipaður og á síðari árum. Vindhraðamælar voru á fáum stöðvum og var logn mjög gjarnan oftalið - það kom í ljós þegar vindhraðamælar tóku völdin. Almennt var þó vindur ekki vanmetinn - nema þegar hann var mjög hægur. Þegar keppt er í flokknum hægustu dagar allra tíma munar lítilega um það hvort vindhraði er núll eða t.d. 1 m/s á stórum hluta stöðva í landinu. Af metatöflunni hér að neðan má ráða að e.t.v. munar um 0,5 m/s.

Taflan sýnir fimm hægustu daga tímabilsins 1949 til 2013 - á mönnuðum stöðvum, tölurnar eru í m/s.

ármándagurmeðalvindur
19623230,92
19623220,95
1950820,99
196110201,10
196112231,13

Aldrei að vita nema einhverjir muni þessa daga, ritstjórinn man ábyggilega marsdagana 1962, en er síður viss um þorláksmessu 1961 og 20. október sama ár. - Reyndar var hann þetta haust handrukkari fyrir Samvinnutryggingar og man vel eftir rukkunarstörfum á einu sérlega glæsilegu norðurljósakvöldi í október 1961 - kannski það hafi verið einmitt þennan dag.  Hafi það verið þriðjudagur var verið að missa af framhaldsleikriti útvarpsins - sem margir muna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Varstu harðskeyttur handrukkari?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2013 kl. 16:24

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þreytandi held ég - en annars vildu flestir greiða tryggingarnar strax.

Trausti Jónsson, 6.9.2013 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 21
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 983
  • Frá upphafi: 2421083

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 861
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband