Hitar víða um lönd (eins og oftast á þessum árstíma)

Sumarið er enn í full fjöri á norðurhveli jarðar og víða að fréttist af hitum. Þeir eru sums staðar óvenjumiklir - en samt ekkert út úr kortinu eða þannig. Kínahiti hefur verið í fréttum að undanförnu og nú í dag mun nýtt landshitamet hafa verið sett í Austurríki. Hiti hefur mælst meiri en áður er vitað á fjölmörgum stöðvum á þeim slóðum. Um ný hitamet má að venju lesa á síðu Maximilliano Herreira og hungurdiskar hafa oft vitnað í áður.

Óvenjuhlýtt er núna yfir heimskautahéruðum Kanada vestanverðum, en meiriháttar kuldakast á þónokkuð stóru svæði sunnar í landinu. Þetta sést allt vel á hæðar- og þykktarkortum dagsins.

w-blogg090813a

Fyrra kortið sýnir Evrópu, allt frá Íslandi í norðvestri og suður til miðausturlanda. Mikill hæðarhryggur er yfir álfunni austanverðri og í honum er þónokkuð svæði þar sem þykktin er meiri en 5760 metrar. Svona mikil þykkt gefur tilefni til hámarkshita í kringum 40 stig - eins og mældist á svæðinu í dag. En það er eins þar og hér að há þykkt gerir háan hita mögulegan en þar með er ekki sagt að hann eigi sér stað - kalt loft í allra neðstu lögum eða blaut jörð geta komið í veg fyrir met og gera það oft.

Þessi hlýi hryggur er á leið austur að sögn evrópureiknimiðstöðvarinnar og þar með kólnar - trúlega með þrumum og látum.

Hitt kortið er miðjað á norðanvert Kanada. Þar eru litir ljósari enda erum við langt norðan 5760 metra jafnþykktarlínunnar.

w-blogg090813b

Ísland er hér í efra horni til hægri. Mikil hæð er við mörk meginlandsins og þykktin þar vel yfir 5640 metrum. Það er mjög mikið norður við 70. breiddarstig og hiti yfir 25 stigum þar sem sjávarloft nær ekki til. Kuldapollur er suðvestan við Hudsonflóa - ekki stór. Síðan er það kuldapollurinn mikli við norðurskautið. Hann fer enn í hringi í kringum sjálfan sig - en reiknimiðstöðvar segja hann eiga að halla sér heldur á Kanadísku hliðina í næstu viku eftir að sleikja Svalbarða um helgina. Við vonum að rétt sé farið með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið virðast vera allstaðar annars staðar hlýtt í heiminum í þessum ágústmánuði NEMA hér hjá okkur.

Þetta árið sem kalla má "The Year Without a Summer" hefur verið svalt, sólarlítið og vætusamt.

Haustið er löngu komið (byrjaði í lok apríl) og er þetta búið að vera eitt lengst haust sem ég man eftir.

Hvar eru þessi "hræðilegu" alheimshlýindi sem búið er að hræða okkur með?

Björn J. (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 22:08

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er nú fullmikið í lagt að segja að árið hafi verið sumarlaust - en við ráðum ekki við hugi mannanna - ef einhverjum finnst svo hafa verið þá hlýtur það að hafa verið það hjá þeim. Það er kannski rétt að reyna að fá forsetann til að þvinga fram þjóðaratkvæðateiðslu? Alheimshlýindum miðar ískyggilega hratt áfram - óþarflega hratt.

Trausti Jónsson, 14.8.2013 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband