30.7.2013 | 01:29
Kólnandi
Eftir hlýindin í síðustu viku hefur kaldara loft nú tekið völdin. Fyrsta kólnunin kom úr suðaustri á aðfaranótt sunnudags og átti þátt í stóru þrumuveðrunum sem gerði báða helgardagana. Nú nálgast aftur á móti talsvert kaldara loft úr hefðbundnari átt - það er að segja norðri og fer að gæta aðfaranótt miðvikudags. Þótt kuldinn ýti undir síðdegisskúrir er það samt mun ólíklegra til þrumuveðragerðar (reynið að segja þetta orð) heldur en loftið sem kom við sögu um helgina og er enn yfir landinu (á mánudagskvöld). Suðaustanloftið var nefnilega þrungið raka og þar með dulvarma.
En þótt dagurinn í dag (mánudagur) hafi verið kaldari að mun heldur en helgin voru samt skoruð nokkur stig í samkeppninni um hlýjasta dag ársins á veðurstöðvunum. Þar á meðal náði Stórhöfði að koma sér úr neðsta sætinu, upp fyrir Brúarjökul og bæði Eyrarbakki og Þykkvibær gerðu betur en áður á árinu - enda með hálfgerðum ólíkindum að Eyrarbakki skuli ekki enn ná 20 stigunum. En þeir sem hafa áhuga á keppninni ættu að líta í viðhengið.
Hér að neðan er hins vegar litið á flóknari mál og koma mættishitaþversnið við sögu. Þar með skilur leiðir og aðeins þeir áhugasömustu sitja áfram við lestur þessa pistils. Þversniðið sýnir ástandið um kl. 19 síðastliðinn föstudag - þegar hitinn var alls ráðandi inni í sveitum landsins. Reglulegir lesendur hungurdiska kunna að muna að mættishiti er mál sem segir til um hversu hlýtt loft yrði eftir að vera fært úr sinni upprunalegu hæð - niður til sjávarmáls (strangt tekið 1000 hPa þrýstings).
Legu þversniðsins má sjá á litla Íslandskortinu efst í hægra horni. Það gengur þvert til austurs um landið sunnanvert eftir 64,24 gráðum norðurbreiddar, frá 25 gráðum til 13. gráðu vesturlengdar eins og markað er á lárétta ás myndarinnar. Vatnajökulsfjallgarðurinn sést sem grátt svæði neðst á myndinni. Lóðrétti ásinn sýnir þrýsting og nær þessi mynd upp í 250 hPa hæð - sem eru um 10 kílómetrar. Litafletir sýna vindhraða. Heildregnar, gráar línur sem liggja um það bil þvert yfir myndina sýna mættishita í Kelvinstigum.
Mættishitinn vex upp á við, sjá má 296K (+23°C) línuna snerta hæsta tind fjallanna. Til samanburðar við næstu mynd hefur gulbrún lína verið sett inn rétt ofan við 310K jafnmættishitalínuna á miðri mynd. Línan er í um 590 hPa hæð. Til þess að koma lofti frá 296K upp í 310 þarf að hita það um 14 stig. Sólarylur einn og sér getur þetta engan veginn og yfir sjónum er málið enn vonlausara - þar liggja línurnar þétt. Sú neðsta fyrir vestan land (til vinstri á myndinni) sýnir 284k eða bara 11°C, 26 stig eru þaðan upp í 310K.
Næsta mynd sýnir ástandið síðdegis á sunnudag. Hún virðist í fljótu bragði vera alveg eins - það er ekki létt að ráða í svona myndir - en er það ekki.
Fyrir það fyrsta hefur 310K merkið (brúna strikið) hækkað úr 590 hPa upp í 470 hPa, um 120 hPa - á annan kílómetra. Þar sem lægri línan er er mættishitinn nú 305K, það hefur kólnað um 5 stig. Ámóta kalt er hins vegar við sjávarmál á myndunum tveimur. Þetta þýðir að línurnar hafa gisnað. Því gisnari sem mættishitalínur eru því óstöðugra er loftið. - En sniðið er samt langt í frá óstöðugt í heild sinni. Upphitun sólbakaðs lands dugir ekkert frekar en áður.
Þá kemur rakinn inn. Við sjáum hann ekki á þessum myndum - en aftur á móti á kortinu að neðan. Það sýnir jafngildismættishita í 850 hPa-fletinum kl. 18 á sunnudagskvöld. Jafngildismættishiti er mál fyrir hversu hlýtt loftið yrði ef dulvarma þess væri öllum breytt í skynvarma auk þess sem það er flutt niður til sjávarmáls.
Neðri rauða stjarnan í myndinni að ofan er sett nærri 850 hPa-fletinum. Þar má sjá að mættishiti er um 293 stig (+20°C).
Litakvarðinn batnar við stækkun. Brúna litaslæðan yfir Norður- og Vesturlandi sýnir jafngildismættishita á bilinu 312K til 315K, um 29 til 32°C. Lítum nú á stöðu efri rauðu stjörnunnar á myndinni. Mættishitinn þar um kring er við 315K. Þeir (fáu) sem hafa komist í gegnum þennan texta ættu nú auðveldlega að sjá að sé allur dulvarmi við neðri stjörnuna losaður hækkar mættishiti þar úr 293K upp í 315K. Leiðin upp er nú greið, nýhlýja loftið er heitara en allt í kring og hækkar þar til það finnur jafnháan mættishita fyrir.
Á sunnudaginn hafa aðstæður að öðru leyti verið hagstæðar þannig að allt veðrahvolfið umturnast um skamma hríð. Þá verða þrumuveðrin til. Takið eftir því að þetta getur gerst hvort sem er yfir sjó eða landi. Neðstu lögin geta legið óhreyfð. Morgunþrumuveðrið á sunnudaginn (yfir Borgarfirði og nærsveitum) hefur sennilega orðið til án þátttöku lofts niður undir jörð - enda var dagurinn varla byrjaður. Síðdegisþrumuveðrin hafa hins vegar sennilega verið ræst af sólaryl að neðan - uppstreymi að neðan kitlar raka loftið þannig að dulvarmalosun hefst og þá er eins og stífla bresti - öll í einu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 177
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 2098
- Frá upphafi: 2412762
Annað
- Innlit í dag: 168
- Innlit sl. viku: 1842
- Gestir í dag: 153
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.