Sérstakur mánuður

Nýliðinn júní var býsna sérstakur. Hiti var ofan við meðallag um land allt og norðaustanlands hafa aðeins fáir júnímánuðir mælst hlýrri en þessi. Sunnanlands var sólarlítið og góðir dagar fáir. Skilgreining hungurdiska telur þrjá sumardaga í mánuðinum i Reykjavík, það er talsvert lakari heldur en hefur verið undanfarin ár, þó þarf ekki að fara lengra aftur en til 2006 til að finna færri í júní - og langtímameðaltal segir þá að jafnaði aðeins vera 1 til 2, svipað eða minna en nú.

Sjá annars síðu nimbusar og uppgjör Veðurstofunnar.

Júlí byrjar heldur kuldalega - kuldapollur fer yfir á mánudag og honum fylgir nokkuð óstöðugt loft - en síðan virðast lægðir eiga að fara til austurs fyrir sunnan land fram eftir vikunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kuldapollar virðast hafa sérstakt dálæti á Íslandi nú í ár.  Skrýtið.

Ég man ekki öðru vísi nú í sumar að alltaf séu kuldapollar í að við landið og þá á leiðinni yfir okkur, og kjölfarið koma svo lægðir.

Og júlí byrjar kuldalega, segir þú.

Hvar er þetta Global Warming eiginlega?

Ég væri alla vegana til í að fá smá skammt af Global Warming til okkar.

Björn J. (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 22:22

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta var nú aldeilis hlýr júní og global warming á fullu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2013 kl. 01:09

3 identicon

Já, þetta var nú aldeilis hlýr og góður júnímánuður á Íslandi :) Svo mikið frábær og fyrirtak að Íslendingar hafa vart upplifað annað eins - nema þá kannske sjálfmenntaði heimilisveðurfræðingurinn Emil Hannes Valgeirsson sem komst að þeirri gagnmerku niðurstöðu að júní 2013 sé sjötti lakasti júnímánuður á Íslandi frá 1986!

En þótt EHV hafi tekið örlítið hliðarspor frá kolefnistrúinni getum við glatt okkur við þá staðreynd að höfuðklerkar trúarbragðanna á Veðurstofunni láta ískaldar vísindastaðreyndir ekki hrekja sig frá kenningum Al Gore.

Ps. Global Cooling hefur tekið við. NASA hefur tekið CO2 í sátt. Nú er sökinni skellt á CFC . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 09:44

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í Grímsey, norður í rassgati, er þetta hlýjasti júní sem mælst hefur og líklega afburða sólríkur eins og á Akureyri. Er Grímsey ekki alveg jafn gildur viðmiðunarpunktur og suðvesturland? Á allt veðurmat að miðast við höfuðborgarsvæði eða þar sem hver og einn er staddur með engri heildarsýn á eitt né neitt? Þessi júní er með hlýjustu júnímánuðum ever á landi voru og langt yfir meðaltali þessarar aldar hver ekki á þó enn sína líka í júníhitum. Hann var til fyrirmyndar í alla staði, smá sólarleysi á einhverju suðvestan útnesi, Kambanesi vestursins, annars gerist júní varla betri. Fáum varla svona góðan júní svona heilt yfir það sem eftir er ævidaganna! Verum því bræður þakklátir og auðmjúkir fyrir þennan júní því nú fer mjög ákveðið í hönd billeg kópía af svaðasumrinu 1979!  Svo ég spái nú til hægri og vinstri eins og sumir aðrir góðir menn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2013 kl. 19:06

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Bara svo það komi fram þá miða ég bara við Reykjavík sem var nú svona frekar áveðurs að þessu sinni.

Það er hægt að miða veðrið við einn stað og tala um það þannig, eða heilt land eða jafnvel alla jörðina. En þá má ekki rugla þessu saman draga og glóbal ályktanir út frá einhverju lókal dæmi.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.7.2013 kl. 20:43

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

það er einmitt málið að gera sér grein fyrir þessu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2013 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 153
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 1118
  • Frá upphafi: 2421002

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 984
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband