18.5.2013 | 01:38
Kalt vor í Alaska
Í Alaska mun hafa verið kalt í vor og er enn. Sagt er að varla hafi verið jafnkalt síðan 1992 og enn sé möguleiki á að komast nær metum. Hitinn í apríl var sá sjöundi lægsti frá upphafi samfelldra mælinga 1918 (Bandaríska veðurstofan). Þarlendir bloggarar fylgjast með ástandinu. Einn þeirra er í Fairbanks og virðist nokkuð virkur. Fairbanks er inni í miðju landi og þar ríkir meginlandsloftslag, skiptast á jökulkaldir vetur og hlý sumur. Harla ólíkt Íslandi.
Suður í Lægi (Anchorage) er tíð heldur líkari því sem við þekkjum, sjónarmun sunnar en Reykjavík. Þar var snjór og snjókoma í dag (föstudag). Á bandarísku veðurstofunni er sú regla að einhver veðurfræðinga á vakt í svæðismiðstöðvunum ryður úr sér á prenti langri rollu um stöðu dagsins bæði við jörð og í háloftum. Þetta er hástafatexti í belg og biðu. Textinn í dag byrjaði svona:
AN UPPER LEVEL TROUGH ACCOMPANIED BY MUCH-ADVERTISED UNSEASONABLY
COLD AIR IS MOVING THROUGH SOUTHERN ALASKA THIS AFTERNOON.
Eins og sjá má fá fræðingarnir nokkuð frjálsar hendur í orðavali. Ritstjóri hungurdiska áttar sig ekki alveg á því hvort hér gætir mæðutóns vakthafandi sem hefur þurft að búa við langvinnt símaáreiti út af kuldaspá sjónvarpsveðurfræðings - eða bara venjulega kaldhæðni í kuldanum. Hrá þýðing er nokkurn veginn svona: HÁLOFTALÆGÐARDRAG Á LEIÐ YFIR SUÐUR-ALASKA NÚ SÍÐDEGIS BER MEÐ SÉR MARGAUGLÝSTA ÓVENJULEGA VORKULDA. Jú, það er einhver mæða í þessu.
En við skulum líta á lægðardragið (margauglýsta). Spáin er frá evrópureiknimiðstöðinni og gildir um hádegi laugardaginn 18. maí.
Þetta er sneið úr hefðbundnu norðurhvelskorti sem sýnir jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar en þykktin er sýnd í lit. Eins og venjulega eru mörk á milli grænna og blárra lita sett við 5280 metra þykkt. Því minni sem þykktin er því kaldara er loftið í neðri hluta veðrahvolfs. Þumalfingursregla segir að hvert litabil samsvari um 3 stigum á Selsíuskvarða.
Sjónarhorn kortsins er óvenjulegt. Norðurskaut er til vinstri rétt ofan við miðju. Ísland sést á hvolfi rétt undir textaborðanum. Lægðin skammt þar frá er sú við Suður-Grænland og fjallað var um í pistli gærdagsins.
Alaska er neðarlega á myndinni þar teygir myndarlegt lægðardrag sig suður um - frá myndarlegum kuldapolli norðan við austurhorn Síberíu. Í lægðardraginu er hinn margauglýsti kuldi - og bara býsnagrimmur miðað við árstíma. Sýnist sem það sé 5220 metra jafnþykktarlínan sem liggur um Anchorage. Hún dugar í snjókomu inn til landsins og við ströndina líka sé úrkoman nægilega áköf.
Vefmyndavélar sýna þegar þetta er skrifað (upp úr hádegi á föstudegi að Alaskatíma) dæmigerðan maísnjó í Reykjavík (sem er þrátt fyrir allt ekki algengur), blauta grámyglu. Væntanlega er bylur til fjalla og inni í sveitum. Kaldasta loftið á kortinu er yfir norðvesturströnd Alaska, þar er þykktin minni en 5040 metrar - vetur á fullu. En norðurhluti Alaska er fyrir suðurhlutann eins og Grænland fyrir okkur - þar getur veturinn ríkt fram á sumar ef svo ber undir.
Í áframhaldi spátextans sem vitnað var í hér að ofan kemur fram að dragi úr vindi eftir að létt hefur til gætu kuldamet fallið á svæðinu. Síðan er gert ráð fyrir því að hiti komist upp í meðallag um miðja næstu viku. Það þýðir að græni liturinn breiðist yfir mestallt eða allt fylkið. En hafi evrópureiknimiðstöðin rétt fyrir sér verpir lægðardragið eggi - litlum kuldapolli sem fer áfram suðsuðaustur allt til Seattle og nágrennis. Þar á þykktin stutta stund að komast niður í bláa litinn á miðvikudag eða svo.
Algengt er að litlir kuldapollar af þessu tagi tefji sumarkomuna við norðvesturströnd Bandaríkjanna, júní er oft furðukaldur á þeim slóðum. En síðan kemur sumarið þar svo um munar.
Dekksti brúni liturinn á kortinu sýnir þykkt meiri en 5760 metra yfir Oklahóma eða þar um kring. Þar er svo sannarlega komið sumar (með hættu á þrumuveðrum og illum vindum).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 11
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 1617
- Frá upphafi: 2457366
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1461
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Góðan dag Trausti
Það er ekki bara vorið í Alaska sem er kalt. Sjá:
"Scientists from Alaska Climate Research Center, Geophysical Institute, University of Alaska analyzed the temperature change of the first decade of the 21st century for Alaska, both for annual and seasonal values, and found that results from 19 of the 20 stations showed a cooling trend. The mean cooling of the average of all stations was 1.3°C for the decade, a large value for a decade".
http://thewatchers.adorraeli.com/2013/01/05/alaska-is-cooling-down-despite-a-global-trend-of-warming-climate/
http://www.terradaily.com/reports/As_globe_warms_Alaska_is_cooling_down_999.html
Grein ættuð frá Alaska Climate Research Center, Geophysical Institute, University of Alaska, Fairbanks: http://www.benthamscience.com/open/toascj/articles/V006/111TOASCJ.pdf
Ágúst H Bjarnason, 18.5.2013 kl. 07:24
Hér kveður við nýjan (mæðu)tón hjá Trausta. Skyldu menn vera orðnir lageygðir eftir margboðuðum "óðahlýindum"? :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 09:37
Ágúst ég hef fylgst dálítið með ástandinu í Alaska frá því þeir upplifðu hlýnunarþrepið stóra 1976. Áratugasveiflur eru þar mjög miklar rétt eins og hér og víðar á norðurslóðum, miklu stærri heldur en almenn hnattræn hlýnun. Þótt sumum finnist það hljóma öfugmælalega er erfiðast að staðfesta hnattræna hlýnun á þeim stöðum sem búist er við að hún verði mest. Hilmar. Það er ekki verið að boða óðahlýindi - heldur eru margir þeirra sem efast um hlýnandi veðurfar að fullyrða að ekkert nema óðahlýnun geti sannað að hlýnun sé að eiga sér stað. Ég segi enn og aftur að hlýnunin sé alveg nægilega hröð - vonandi að við upplifum hana ekki hraðari en hún hefur verið síðustu 130 árin. Nóg er samt.
Trausti Jónsson, 19.5.2013 kl. 01:40
Þarna verð ég að fá að vera ósammála þér Trausti. Trúboðar kolefniskirkjunnar hafa einmitt farið mikinn, frá upphafi nýrrar aldar, að boða skelfilega óðahlýnun "af manna völdum".
Þeir sem efast um meint skelfileg áhrif vaxandi CO2 í andrúmslofti (af mannavöldum) hafa réttilega bent á þá staðreynd að margboðuð óðahlýnun hefur staðið í stað sl. 15 ár og mun gera það a.m.k. fram til 2017, ef spálíkön bresku veðurstofunnar halda.
Nú er ný ríkisstjórn að taka við í landinu og ég vænti þess að eitt fyrsta verk hennar verði að fella niður hinn illa þokkaða kolefnisskatt á eldsneyti. :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 08:52
Hlýnunarþrep er gott og lýsandi orð um hvað hefur verið að gerast í Alaska. Skyldi kólnunarþrep vera að eiga sér stað þar? Menn læra væntanlega af því að fylgjast með svona dyntum í náttúrunni. Vonandi helst sæmilega hlýtt hér hjá okkur hvað sem gerist annars staðar.
Ágúst H Bjarnason, 19.5.2013 kl. 12:36
Reyndar fer vonin um sæmileg hlýindi þverrandi, þrátt fyrir nýyrðasmíðar íslenskra veðurfræðinga. :)
Vorið er ekki bara kalt í Alaska. Fréttir frá Þýskalandi herma að síðustu fimm vetur hafi verið kaldari en veturnir frá 1980 - 2010 (http://notrickszone.com/2013/02/17/meteorologist-dominik-jung-turns-skeptical-after-germany-sets-record-5-consecutive-colder-than-normal-winters/)
Þýska pressan vitnar þessa dagana í rússneska vísindamanninn Dr Habibullo Abdussamatov frá stjörnurannsóknastöðinni í Pulkovo, St. Pétursborg, sem heldur því fram að ný "mini ísöld" sé handan við hornið. (http://www.sott.net/article/261428-Start-of-2013-the-coldest-in-208-years)
"Frá og með 2014 mun meðalhitastig jarðar byrja að falla og 2050 verður u.þ.b. 1,5°C kaldara en í dag. Jafnframt mun sjávarhiti lækka um 1°C" (http://notrickszone.com/2013/04/05/russian-scientist-warns-global-temperatures-to-fall-1-5c-by-2050-and-global-cooling-refuges/)
Fréttir frá Englandi herma að sl. marsmánuður hafi verið sá kaldasti í 50 ár með tilheyrandi rafmagnsleysi, umferðartöfum og aukinni dánartíðni eldri borgara. (http://frontpagemag.com/2013/dgreenfield/uk-suffers-coldest-march-in-50-years-global-warming-to-blame/)
Kólnunarþrepið stóra virðist því óhjákvæmilega vera á næsta leyti - og enn er spáð snjókomu á Norðurlandi og Austurlandi miðvikudaginn 22. maí 2013! (http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/)
Hilmar Hafsteinssonólnuna (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.