4.3.2013 | 00:54
Norðaustanáttin breiðist yfir allt landið
Norðaustanáttin kalda og hvassa breiðist yfir allt landið, er þegar búin að leggja Vestfirði undir sig (seint á sunnudagskvöldi) og að komast suður á Snæfellsnes. Eftir sólarhring eða svo verður allt landið undir. Neðst í pistlinum má sjá Íslandskort sem gildir á miðnætti að kvöldi sunnudags.
Þegar létti til um tíma í dag (sunnudag) tók kuldinn ákveðið forskot á sæluna í hægviðrinu og hiti hrapaði niður vegna útgeislunar á varma. Klukkan 23 var t.d. -12 stiga frost á Húsafelli - þrátt fyrir að hið formlega kuldakast væri ekki byrjað. Á allmörgum stöðvum mun kastið því byrja með því að hiti hækkar um slatta af stigum. Dálítið skrýtið ekki satt?
Það einkennir mjög hvöss kuldaköst að kaldast er þá á fjöllum þar sem uppstreymi nýtur sín - í hægviðri er aftur á móti kaldast þar sem logn er á sléttum á hálendinu eða jafnvel niður í byggð.
Í pistli gærdagsins var litið á sjávarmálsþrýstikort sem náði yfir allar norðurslóðir. Þar ríkir nú risastórt háþrýstisvæði. Við lítum á það aftur nema hvað kortið hér að neðan gildir rúmum sólarhring síðar en það sem sýnt var í gær, á hádegi á þriðjudag. Þá á fyrsti hluti kuldakastsins að vera í hámarki hér á landi.
Útlínur Íslands sjást vonandi neðan við miðju kortsins. Bretland er inni í gulbrúna svæðinu niðri til hægri á myndinni. Það sem er skemmtilegast á þessari mynd er vindstrengurinn (einkennist af þéttum jafnþrýstilínum) sem nær allt frá Norður-Alaska (efst til vinstri) framhjá hæðinni og síðan suður frá Svalbarða meðfram Austur-Grænlandi, til Íslands og þaðan áfram suður að Nýfundnalandi. Þrýstikerfi á norðurslóðum gerast varla mikið umfangsmeiri. Fjólublái liturinn táknar hér -25 stiga frost eða meira í 850 hPa - við liggur að það nái til Íslands á þriðjudaginn.
Á nokkrum stöðum á leiðinni frá Svalbarða og suður fyrir Ísland má sjá smáhnúta eða lægðardrög þar sem vindur er í lægðarbeygju - vottar fyrir lægðahringrás. Þessir hnútar geta gerst skemmtilegir ef heimskautalægðir (æ) holdgerast í þeim. Ekki meir um það að sinni.
En ofan á þessari risastóru hæðarhringrás liggja kuldapollar - og í þeim er alltaf lægðahringrás. Norðurhvelskortið að neðan sýnir þetta. Hér eru jafnhæðarlínur heildregnar og þykktin er sýnd með litaflötum. Kortið batnar við stækkun. Athugið að það sýnir mun stærra svæði heldur en kortið að ofan.
Ísland er rétt við neðsta hvíta L-ið í jaðri fjólubláa svæðisins (stækka má kortið mjög til bóta). Hér táknar sá litur þykkt neðan við 4920 metra. Hún snertir Ísland á myndinni, geri hún það í raun og veru á þriðjudaginn telst það óvenjulegt. En margir mislitir borðar liggja yfir Ísland, þar er mikill þykktarbratti í háloftunum og sérlega eftirtektarvert að vindur er úr suðvestri. Ritstjórinn kallar það öfugsniða þegar vindur blæs úr andstæðum áttum neðst í veðrahvolfi og í því miðju. Sé vindurinn úr suðvestri eða vestri uppi en austri eða norðaustri niðri heitir það hornriði- sem var alþekkt orð meðal veðurspámanna fyrri tíðar - að minnsta kosti frá 18. öld og fram eftir þeirri 20. Synd að það sé að týnast. Rétt er að geta þess að orðið var einnig notað um ákveðið sjólag sunnanlands (austanbrim).
Hér er að lokum Íslandskort sem gildir á miðnætti á sunnudagskvöld. Þar sést smálægð yfir Hvammsfirði á leið suðsuðaustur. Norðaustanstrengurinn er norðvestan við hana og breiðir sig yfir landið eftir því sem lægðin kemst lengra suður. Takið eftir hitatölum (ofan við og til vinstri við stöðvarmerkin).
Myndin er fengin af vef Veðurstofunnar og eru lesendur hvattir til þess að nota tækifærið og fylgjast með hreyfingu lægðarinnar. Hvort hún lifir suðurferðina af eða breytist í lægðardrag verður hægt að sjá á að morgni mánudags. Hvert kort lifir á vefsíðunni í rúman sólarhring.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 431
- Sl. sólarhring: 543
- Sl. viku: 4186
- Frá upphafi: 2429608
Annað
- Innlit í dag: 271
- Innlit sl. viku: 3550
- Gestir í dag: 250
- IP-tölur í dag: 241
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.