3.3.2013 | 01:53
Fréttir af kuldakastinu - risahæð ræður ríkjum
Það má nú heita fullvíst að kalt verður næstu daga og sömuleiðis hvasst. Þegar þetta er skrifað (á laugardagskvöldi) virðist kastið eiga að byrja á Vestfjörðum norðanverðum, breiðast til suðausturs og ná til landsins alls á um það bil 36 klukkustundum. Þetta er langur tími miðað við vindhraðann sem er spáð að verði almennt á bilinu 18 til 23 m/s. Það eru um það bil 60 til 80 km/klst og kemst sá vindur um landið þvert frá norðvestri til suðausturs á 6 til 8 klukkustundum. Þetta þýðir auðvitað að vindur blæs að mestu þvert á hreyfistefnuna, frá norðaustri til suðvesturs.
Það er verst hvað kólnar mikið. Evrópureiknimiðstöðin segir að þykktin eigi að fara niður fyrir 4940 metra á Vestfjörðum á þriðjudag. Í þumalfingursfræðum jafngildir þetta um -15 stiga frosti. Það er mikið í hvössum vindi. Líklega verður ekki svo kalt meðan vindurinn er þetta mikill, oftast fara reiknilíkön of neðarlega með þykktina í stöðu sem þessari. Varmaflutningur frá sjó til lofts er gjarnan vanmetinn - en reiknimiðstöðin segir hann þó verða 1000 til 1500 Wött á fermetra þar sem mest er milli Vestfjarða og Grænlands í upphafi kastsins. Við bíðum eftir rauntölum hita og þykktar.
Sjávarmálsþrýstikort af norðurslóðum er býsna merkilegt - lítum á það eins og reiknimiðstöðin spáir kl. 06 á mánudagsmorgun (4. mars).
Jafnþrýstilínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri vinds er að vænta. Litafletir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Á fjólubláu svæðunum er frostið meira en -25 stig. Við sjáum sannkallað línuhneppi yfir Íslandi norðvestanverðu - illviðrið okkar. Risastór hæð nær yfir stóra hluta kortsins, 1056 hPa í miðju. Dýpstu lægðirnar sem sjást eru langt frá okkur og sérlega grunnar - 994 hPa í lægðarmiðjum. Er vorsvipur kominn á kortið?
Ekki gott að sjá hvernig hægt er að losna við þessa hæð. Hún er þó ekki alveg jafn föst í sessi og halda mætti því ofan við hana eru stóru kuldapollarnir og vindakerfi sem gætu sullast með hana og aflagað.
En lítum betur á svæðið við Ísland. Fyrst ástandið í 925 hPa-fletinum sem er þegar kortið gildir í um 680 metra hæð yfir Reykjavík. Þetta er á sama tíma og kortið að ofan, klukkan 6 á mánudagsmorgni.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar, hiti er sýndur með litaflötum og vindur með hefðbundnum vindörvum. Kvarðinn batnar að mun sé kortið stækkað. Hér er smálægð við Suðvesturland, á sunnudagsmorgni á hún að hafa verið fyrir norðan land og örin sýnir hreyfinguna síðan. Ekki er alveg hægt að treysta þessu smáatriði sem lægðin er. En norðaustanveðrið fylgir samt í kjölfar hennar - eða lægðardrags án lægðarmiðju sem færi sömu leið. Þarna táknar fjólublái liturinn -16 stiga frost. Vindur er enn hægur suðaustan við línu sem liggur frá Reykjanesi norðaustur á Langanes. Norðvestan línunnar er vindur 20 til 30 m/s´- takið eftir því.
Næsta kort sýnir 500 hPa-flötinn á sama tíma.
Hér er sama táknmál nema hvað litakvarðinn er annar, fjólublátt byrjar við -42 stig. Lægðarmiðjan er hér norðar en neðar miðað við fyrra kort og hreyfist til suðurs fram á sama tíma á þriðjudag. Hér á að taka sérstaklega eftir því hvað vindur er mikill suðaustan við línuna frá Reykjanesi til Langaness, suðvestan 20 til 30 m/s. Norðvestan við línuna (þar sem vindur er mestur í 925 hPa) er vindur hægur og vindátt breytileg. Vindröstin uppi hefur misst tengsl við vindinn í neðri hluta veðrahvolfs. Veðrið okkar er lágrastarveður.
Hvað síðan gerist látum við eiga sig að sinni - ýmislegt skemmtilegt getur átt sér stað í kerfinu þegar það er komið suður fyrir land og þar með létt okkur lundina í norðanbálinu og leiðindunum sem því fylgir.
Við skulum þó líta á eitt kort til viðbótar (í uppeldisskyni auðvitað). Það er eins og þau fyrri nema að við förum alveg upp í 300 hPa.
Jafnhæðarlínan sem liggur yfir Reykjavík sýnir 8580 metra. Við erum nærri veðrahvörfum. Þarna er kaldast norður af Færeyjum (-58 stiga frost) en hlýjast á Grænlandshafi fyrir vestan Ísland (um -46 stiga frost). Hlýjast er þar sem kuldaframrásin neðar er hvað mest. Þegar kalt loft kemur í stað hlýrra falla veðrahvörfin (kalda loftið er fyrirferðarminna) og loftið hlýnar í niðurstreyminu. Kuldinn við Færeyjar stafar af því að þar eru veðrahvörfin að lyftast (hlýtt loft í framsókn) og loftið kólnar við að rísa.
Bláa svæðið er á leið austur - í kjölfarið dragast heldur lægri veðrahvörf inn á svæðið í staðinn - vindur verður við það vestlægari. Þar sem hreyfingin er býsna samsíða vindinum eru áhrifin ekki mikil. Hlýi bletturinn og lág veðrahvörf hans hreyfist hins vegar í suður - þvert á vindinn. Við þetta snýst vindurinn austan við blettinn meira til suðurs. Vindátt við Ísland verður því enn suðlægari í veðrahvarfahæð. Ekki gott að segja hvað verður úr því og reyndar ómögulegt að segja nema með mikilli aðstoð ofurtölva reiknimiðstöðvanna. Evrópureiknimiðstöðin segir vaðandi sunnanátt verða yfir Íslandi á miðvikudag. Skyldi sú spá rætast? Tekur kalda loftið á móti?
Átökin halda áfram. Munið samt að leita að alvöruspám á vef Veðurstofunnar og annarra tilþessbærra aðila og munið að hungurdiskar spá ekki veðri - en fjalla þónokkuð um veðurspár.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 23
- Sl. sólarhring: 581
- Sl. viku: 3778
- Frá upphafi: 2429200
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 3300
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.