27.2.2013 | 00:58
Verður það víst að heita
Útsynningur verður það víst að heita veðurlagið á miðvikudegi (26. febrúar). Ætli hann komist ekki næst raunveruleikanum uppúr hádeginu t.d. þegar kortið hér að neðan gildir.
Það sýnir hæð, hita og vind í 925 hPa-fletinum klukkan 15 síðdegis á miðvikudag. Þá er hæð flatarins yfir Reykjavík rúmir 700 metrar.
Svörtu heildregnu línurnar sýna hæð flatarins í dekametrum (1 dam = 1ö metrar). Litafletir sýna hita - kvarðinn sést mun betur sé kortið stækkað. Vindátt og vindhraði eru sýnd með hefðbundnum vindörvum. Örin við lægðarmiðjuna sýnir hreyfistefnu hennar. Bláa örin sýnir stað þar sem kalt loft sækir fram en það stendur ekki lengi - hlýrra loft sækir strax fram aftur í kjölfarið. Vindurinn í 700 metra hæð yfir Vesturlandi er nokkuð stríður, 20 til 25 m/s og dökkgræni liturinn sýnir að hiti er lægri en -2 stig. Það þýðir að frostlaust er við sjávarmál þar sem vindur stendur af hafi.
Næsta kort gildir á sama tíma. Hér má sjá sjávarmálsþrýstinginn, auk vinds og úrkomu.
Litirnir greina frá úrkomumagni. Það er ekki mikið, 1 til 3 mm á 3 klukkustundum þar sem mest er. Sé kortið stækkar má sjá tákn inni í úrkomusvæðunum. Þríhyrningur táknar skúrir eða él en x táknar snjókomu. Þeir sem stækka kortið sjá að engir krossar (engin snjókoma) er yfir sjónum en hins vegar yfir landi. Ætli það gráni ekki í rót í éljunum og ekki er þá langt í hálkuna.
En á efra kortinu má sjá helfjólubláan lit voma við Norðaustur-Grænland. Á eftir lægðinni gerir mjög skammvinna norðanátt með éljum fyrir norðan og vægu frosti - en það stendur mjög stutt.
Þegar þetta er skrifað (um miðnætti á þriðjudagskvöldi) er meðalhitinn í febrúar í Reykjavík kominn upp í 3,8 stig og hefur aðeins tvisvar svo vitað sé orðið hærri, 1965 og 1932. Báðir þessir mánuðir hittu vel í hitann eins og segja má. Allsnarpt kuldakast gerði í fyrstu viku mars 1932 - en annars var sá mánuður líka hlýr - og mars 1965 varð kaldur - markar reyndar formlegt upphaf hafísáranna illræmdu.
Fyrir utan hlýindin ætlar febrúar líka að skila óvenju mikilli úrkomu - febrúarmet verða slegin á fáeinum stöðvum. Samfara hlýindunum 1932 og 1965 var loftþrýstingur sérlega hár - en svo er ekki nú. Hann verður aðeins lítillega yfir meðallagi.
En hvert verður svo framhaldið? Til að fjalla um það er nauðsynlegt að líta á norðurhvelskort sem gildir á fimmtudaginn, 28. febrúar.
Það sýnir að vanda hæð 500 hPa flatarins og 500/1000 hPa þykktina. Hæðin með heildregnum línum, en þykktin með litaflötum. Mörkin á milli grænu og bláu litanna eru sett við 5280 metra, það er 40 til 50 metrum hærra en meðalþykkt á Íslandi í febrúar.
Við sjáum að gríðarleg hæð er vestur af Skotlandi og beinir til okkar hlýindum. Þetta er þó ólíkt stöðunni að undanförnu. Áttin er hér suðvestlæg - en hefur aðallega verið suð- og suðaustlæg. Jafnhæðarlínur eru mjög þéttar skammt fyrir norðan land - háloftavindur er þar sterkur. Auk þess er þykktarbratti mikill - stutt er í mjög kalt loft.
Nú eru spár ekki sammála um framhaldið. Ágreiningurinn stendur um lægðardrag sem merkt er með bókstafnum x á kortinu. Það er varla til í dag - þriðjudag - og rétt sést þarna á fimmtudagskortinu. Svo erfitt er að spá um frekari þróun þess að reikningar með miljarðatölvum í tveimur heimsálfum og tugir þúsunda veðurathugana duga ekki til að ná samkomulagi um ástandið eftir fimm daga.
Evrópureiknimiðstöðin gefur út nýjar spár tvisvar á sólarhring, en bandaríska veðurstofan fjórum sinnum. Aðrar - ívið afkastaminni miðstöðvar - gefa yfirleitt út spár tvisvar á sólarhring svo marga daga fram á við. Breyting verður á stöðu lægðardragsins á sunnudag í nærri því hvert einasta skipti sem ný spá er gefin út.
Framhald evrópureiknimiðstöðvarinnar er þegar þetta er skrifað þannig að lægðardragið komist inn á Grænlandshaf en hörfi síðan til suðvesturs (frekar óvænt). Ef þetta er rétt tekst að halda kuldanum í skefjum í marga daga í viðbót - en með fyrirhöfn. Bandaríska spáin lætur lægðardragið hins vegar stöðvast rétt fyrir vestan land - í mjög vondri stöðu - hríðarbyl og kulda. Sú kanadíska er núna heldur á bandi evrópureiknimiðstöðvarinnar og sú breska fer bil beggja (hvað annað).
Þótt við heyrum ekki mikinn vopnagný eiga mikil átök sér stað milli kalda og hlýja loftsins nærri Íslandi þessa dagana.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:13 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 905
- Sl. sólarhring: 1117
- Sl. viku: 3295
- Frá upphafi: 2426327
Annað
- Innlit í dag: 805
- Innlit sl. viku: 2961
- Gestir í dag: 787
- IP-tölur í dag: 724
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.