Hversu hátt fer hitinn í þessari syrpu?

Veðurnörd fylgjast vel með hitatölum á landinu næstu tvo daga því hlýindin sem ríkt hafa að undanförnu eiga að toppa bæði á mánudag og á aðfaranótt þriðjudags. Þykktin nær þá yfir 5480 metrum yfir Austurlandi og mættishiti í 850 hPa fer yfir 20 stig - ekki langt frá febrúarmeti í báðum tilvikum.

Landsdægurmet þess 25. er 15,0 stig - vafamál hvort mánudagurinn nær því að þessu sinni. Sá 26. (þriðjudagur í ár) á hæst 13,0 stig á Seyðisfirði 1974 og liggur því heldur betur við höggi. Reykjavík á hæst 9,6 (1938) og 9,9 stig (1932) þessa daga. Á Akureyri er á sá 25. 11,6 stig (1984) og sá 26. 10,6 stig (1983).

Kuldaskil eiga að fara yfir landið síðdegis á þriðjudag og er þá mestu hlýindunum lokið í bili. En evrópureiknimiðstöðin er þó í dag (sunnudag) búin að gefa hlýindunum vinninginn umfram kuldann á fimmtudag, föstudag, laugardag og fram á sunnudagskvöld. Fyrir nokkrum dögum átti kuldaboli að eiga alla þessa daga. En mjög litlu munar, landið verður nærri brún þykktarbrekkunnar miklu á milli 5400 og 4900 metra - 500 metrar = 25°C.

Ástandið eftir miðvikudaginn er ámóta óráðið og var í gær (laugardag).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 908
  • Sl. sólarhring: 1119
  • Sl. viku: 3298
  • Frá upphafi: 2426330

Annað

  • Innlit í dag: 808
  • Innlit sl. viku: 2964
  • Gestir í dag: 790
  • IP-tölur í dag: 727

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband