Alhvítur nóvembermánuður á Akureyri

Þegar upp var staðið var alhvítt á Akureyri allan nóvember. Frá því að byrjað var að athuga snjóhulu á Akureyri hefur það aðeins gerst einu sinni áður að hún hafi verið 100 prósent í þessum almanaksmánuði. Það var 1969. Hér má rifja upp að í fyrra var desember alhvítur á Akureyri - en vitað er um allnokkra alhvíta jólamánuði á Akureyri. En við lítum á nóvembersnjóhuluna á Akureyri á línuriti.

w-blogg041212

Lárétti ásinn markar árin, en sá lóðrétti sýnir fjölda daga. Línuritið sýnir fjölda alhvítra daga í hinum aðskiljanlegu nóvembermánuðum frá 1924 að telja. Þarna má sjá að tvisvar hefur ekki fest snjó í nóvember á Akureyri, það var 1949 og 1987. Fyrra árið voru snjóhuluathuganir á Akureyri í einhverju klandri fram eftir ári en vonandi var allt orðið sæmilega rétt í nóvember. 

Rauða línan sýnir 7-ára keðjumeðaltöl alhvítra nóvemberdaga. Það er athyglisvert hvað tímabilið 1962 til 1986 sker sig úr sem áberandi snjóþyngra heldur en tíminn áður og eftir. Við sjáum líka að nóvember 2010 var býsna drjúgur, með 29 alhvíta daga - nærri því fullt hús.

Annars hefur árið 2012 verið snjólétt á Akureyri - og það svo að ef alhvítt verður alla daga desembermánaðar yrði fjöldi alhvítra daga á árinu samt 20 undir meðallagi. Snjóhula er ekki alveg tilviljanakennd frá degi til dags - snjói mikið vaxa líkur á því mjög að einnig verði alhvítt á morgun og hinn. Þrátt fyrir þetta er varla hægt að sjá fylgni á milli snjóhulu nóvember og desember - varla - en þó þannig að séu alhvítir dagar í nóvember fleiri en 25 er líklegt að alhvítir desemberdagar verði að minnsta kosti 14. - Við bíðum spennt eftir niðurstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög áhugaverð færsla og í takt við það sem ég hef leyft mér að halda fram. Það er að kólna á landinu bláa.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 08:25

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

... enda vetur.

Höskuldur Búi Jónsson, 4.12.2012 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 58
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 2437
  • Frá upphafi: 2434879

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2164
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband