Veik fyrirstaða - en heldur þó

Nú fer enn ein háloftalægðin til austurs fyrir sunnan land - skilakerfi hennar strandaði á veikri fyrirstöðu norður undan. Fyrirstaðan á uppruna sinn í tveimur hæðarhryggjum sem slitnuðu í sundur í vikunni sem leið. Lítum á norðurhvelskort sem gildir um hádegi á mánudag, 3.12.

w-blogg031212

Eins og venjulega eru jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins svartar og heildregnar, en þykktin er sýnd með litakvarða. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Upplausn kortsins batnar mjög við stækkun. Ísland er rétt neðan við miðja mynd en hún sýnir megnið af norðurhveli jarðar norðan hvarfbaugs.

Heimskautaröstin hringar sig um mestallt norðurhvelið með bylgjum sínum (þéttar jafnhæðarlínur). Kuldinn er mestur yfir Síberíu og litlu minni kuldapollur yfir Kanadísku heimskautaeyjunum. Síberíupollurinn á síðar í vikunni að verpa eggi - sérstök lægð skilur sig út úr honum og gengur þvert yfir norðurskautið til liðs við Kanadakuldann og styrkir hann.

Fyrir sunnan Ísland er veik háloftalægð - hún fer til austurs fyrir sunnan land og eyðist, styrkir reyndar kuldann við Noreg í leiðinni og dregur hann til suðurs. Slóði af hlýju lofti er ennþá yfir Íslandi (grænt aflangt svæði). Þetta hlýja loft lyftist trúlega og hverfur þar með úr sögunni en ívið kaldara loft streymir að úr báðum áttum.

Lægðin djúpt suðaustur af Nýfundnalandi er býsna öflug, það sjáum við af því að tunga af hlýju lofti stingur sér inn í háloftalægðina. Sameiginlega hafa þessi lægð og fyrirstaðan fyrir norðan Ísland stíflað greiðan gang lægðakerfa úr vestri.

Þetta ástand mun eiga að halda áfram - kuldapollurinn vestan Grænlands nær ekki taki - en sendir stuttar bylgjur austur fyrir sunnan Ísland - bæði á miðvikudag og föstudag - en hvorug nær að hnika við fyrirstöðunni. Mörkin milli stuttra og langra bylgja eru ekki endilega skýr en ef miðvikudagsbylgjan hegðar sér eins og nú er spáð má sýna hvað átt er við með stuttri bylgju á heimskautaröstinni.

Ef og þegar Síberíukuldapollurinn lánar Kanadapollinum meira fóður gætu breytingar farið að eiga sér stað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2394
  • Frá upphafi: 2434836

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2121
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband