Fyrsti snjór haustsins á Akureyri og í Reykjavík (endurtekið efni)

Hungurdiskar eru enn í haustdvala sínum - ekkert lát á utanbloggheimastússi ritstjórans. Í tilefni af hríðinni fyrir norðan er þó rétt að rifja upp pistil frá því í fyrra um fyrsta snjó haustsins í Reykjavík og á Akureyri. Tengill á hann er hér (aldeilis munur að eiga lager):

Hvenær er fyrst alhvítt ...?

Rifjum líka upp fréttir dagblaða og Veðráttunnar frá því 1971. Fjallað er um hríðarveður 26. og 27. ágúst:

Miklir skaðar urðu í norðanáhlaupi, einkum norðaustanlands. Rúmlega fjögur þúsund fjár mun hafa farist. Mest fjártjón varð í Vopnafirði. Slydduísing hlóðst á rafmagnsstaura og víða varð rafmagnslaust á Norðausturlandi. Fjallvegir urðu ófærir og ferðamenn lentu í hrakningum. Skriður féllu á vegi á Austurlandi. Snjó festi á sjö veðurstöðvum.

Eitthvað kunnuglegt? En harla óvenjulegt bæði nú og þá - því er ekki að neita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð færsla Trausti, eins og reyndar oftast. Áratugurinn 1970 - 1980 hefur stundum verið nefndur "litla ísöld" á Íslandi. Er farið að kólna hressilega mitt í allri áætluðu "hnatthlýnuninni"?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 07:57

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta Trausti. þú ert traustur veðurfræði-pælari að mínu mati.

Það eru fáir á Íslandi í dag, sem þekkja raunverulegar afleiðingar óveðra og harðinda á Íslandi. Dekur-stjórnsýslan á Íslandi hefur ekki tekið með í reikninginn, að frosthörkur, harðindi, eldgos og baráttan fyrir lífinu, eru ekki bara fortíðarvandamál.

Það er engu líkara en að jörðin sé að snúa sér á hvolf! Það skýrir mjög margt, ef svo er. Gróðurhúsaáhrif eru kannski ekki stærsta vandamálið, eins og sumir halda fram.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.9.2012 kl. 21:35

3 identicon

Ég man sjaldan eftir svona leiðinlegur september-veðri fyrir utan september 1979.

Aftur á mót man ég að það var hlýindakafli sem var nær óslitinn frá sept. 1971 - ca. 1. feb. 1973

Veturinn 1971-1972 var askaplega mildur og snjóléttur, og vorið 1972 var milt.  Sumar sömuleiðið, þó svo að það hafi verið vætusamt.

Haustið 1972 var sömuleiðis milt, líka des. 1972 og janúar 1973.  

Svo var þessi hlýindakafli búinn og það var eins og það yrðu kerfisskipti í veðrinu um mánaðarmótin jan./feb. 1973 þegar kólnaði all skyndilega.
Til að mynda skall á óveður kringum 10. feb. 1973 sem olli m.a. skipskaða þegar Sjöstjarnan KE fórst með 10 manns fyrir sunnan landið sunnudaginn 11. feb.

Annars hef ég það fyrir víst að byrji veturinn snemma, þá verður hann alla jafna mildur.

Jónas Arnarson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband