Öfugsnúin lægð

Stöku sinnum fara lægðir hjá sem virðast alveg eðlilegar á gervihnattamyndum - en þegar til á að taka liggur engin þrýstilína utan um lægðarmiðju við sjávarmál. Undanfarinn sólarhring hefur lægð af þessu tagi farið til suðvesturs um Grænlandssund og síðan Grænlandshaf. Rétt er að vara við textanum hér að neðan - en gervihnattarmyndin er falleg.

Lítum fyrst á veðurkort evrópureiknimiðstöðvarinnar frá því kl. 15 í dag - föstudag.

w-blogg180812b

Við giskum nánast í blindni á að lægðarmiðjan sé þar sem L-ið á myndinni er, úrkomubakkinn vestur af Breiðafirði eru þar sem ætti að búast við kuldaskilum lægðarinnar - og hitafar í kringum bakkann er eins og búast má við í eðlilegum kuldaskilum, kalda loftið er lægðarmiðjumegin bakkans en það hlýja austan við.

En engin þrýstilína liggur í kringum lægðarmiðjuna - og reyndar minna en það því norðaustanátt ríkir á öllu svæðinu kringum hana. Þetta virðist hálf ótrúlegt - en verður enn ótrúlegra þegar horft er á gervihnattamynd sem tekin er 7 klst síðar en kortið gildir.

w-blogg180812

Hér sést lægðarmiðjan vel - hún hefur hreyfst til suðvesturs frá miðjum degi - en var þá í raun vestar heldur en giskað var á hér að ofan. Við að líta á myndina virðist sem þetta sé lægð á hefðbundinni norðausturleið  og úrkomubakkinn í þann mund að komast til landsins. Í raun og veru er hann á leið í þveröfuga átt - afturábak miðað við hefðbundna hreyfistefnu.

Hér væri freistandi að merkja hefðbundið kerfi með kulda-, hita- og samskilum inn á kortið - það gætu flest veðurnörd auðveldlega gert - en eru þá hitaskilin í venjubundinni stöðu kuldaskila? - Eru einhver kuldaskil?

Sé farið nánar í stöðuna kemur í ljós að raunveruleg lægð birtist ofan við 2 km hæð í kerfinu og magnast eftir því sem ofar dregur allt að veðrahvörfum - en það bjargar ekki skilaklúðrinu - ekki nema að við viðurkennum að kuldaskil geti hreyfst aftur á bak með hlýtt loft í framrás - en í því fellst ákveðin mótsögn - eða hvað?

Við ljúkum þessu með lausn núverandi heimsmeistara í skiladrætti - greiningu bresku veðurstofunnar kl. 18 sama dag.

w-blogg180812c

Tvenn samskil ýmist á hreyfingu norður eða suður á móti hvorum öðrum - sundur eða saman?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband