Syrpan hefur nú stađiđ í ţrjár vikur

Tuttugustigasyrpan á landinu hefur nú (fimmtudaginn 16. ágúst) stađiđ í 21 dag - og er trúlega ekki lokiđ. Vafalaust er hér um met ađ rćđa. Ef miđađ er viđ mannađar stöđvar eingöngu hefur syrpan reyndar slitnađ tvisvar sinnum - en mönnuđum stöđvum hefur fćkkađ mjög á síđustu 8 árum og ţekja ţćr ekki lengur landiđ allt.

Hiti hefur náđ 20 stigum einhvers stađar á landinu 54 daga ársins 2012. Fjóra daga vantar enn til ađ jafna fjöldann á árinu 2010. Sé miđađ viđ mannađar stöđvar eingöngu vantar talsvert upp á ađ viđ náum metárunum 1991 og 1984 - en vegna fćkkunar stöđva er samanburđurinn ósanngjarn. Almennar líkur á tuttugustigadegi hrapa mjög ört eftir miđjan ágúst og hafa ţeir flestir orđiđ 11 talsins eftir 16. ágúst. Hvađ verđur í ár?

Í dag (16. ágúst) fór hiti í Reykjavík í fyrsta skipti yfir 20 stig á árinu. Eins og venjulega er hér átt viđ mönnuđu stöđina á Veđurstofutúni í ţeim samanburđi. Hún ber enn nafn Reykjavíkur ţótt borgin nái auđvitađ yfir miklu stćrra svćđi.

Ţađ eru alltaf nokkur tíđindi ţegar Reykjavíkurhitinn nćr 20 stigum. Stađurinn er ţannig í sveit settur - sjávarloft er oftast ríkjandi ađ deginum. Fyrir nokkrum dögum birtist á hungurdiskum mynd sem sýndi tíđni hámarkshita ársins á landinu. Viđ skulum líta á samsvarandi mynd fyrir Reykjavík, gögnin sem liggja til grundvallar ná aftur til 1920. Fyrir ţann tíma var hámarkshiti lengst af ekki mćldur í borginni - ţótt gagn megi hafa af hitamćlingum kl. 15. Ţćr eru oftast ekki fjarri hámarkinu.

w-blogg170812

Lóđrétti ásinn sýnir tíđni í prósentum en sá lárétti sýnir hitabil, ţannig ađ talan 20 stendur fyrir 20,0°C til 20,9°C o.s.frv.

Algengast er ađ árshámarkshitinn sé 18,0 til 18,9°C og litlu sjaldnar einu stigi hćrri. Biliđ frá 17 og til og međ 20 á hvorki meira né minna en 72 prósent áranna. Mjög sjaldgćft er ađ hiti nái ekki 16 stigum (um 3%). Tuttugu stiga hita er náđ í um 30 prósent tilvika, en viđ 21 stig sýnist vera hálfgerđur „múr“ ţví hitinn hefur fariđ svo hátt ađeins sjöunda hvert ár frá 1920 ađ telja.

Nú hefur árshámarkiđ náđ 20 stigum sex ár í röđ. Ţađ hefur ekki gerst áđur, en lengsti tíminn án 20 stiga er hiđ frćga bil, 1961 til 1975 - sextán ár liđu ţá á milli júlí 1960 og sama mánađar 1976 - án tuttugu stiga. Reyndar munađi einu sinni 0,1 stigi ţegar hitinn fór í 19,9 stig 1969.

Á tímabilinu 1931 til 1960 var árshámarkshitinn í Reykjavík 13 sinnum 20 stig eđa meira, á árunum 1961 til 1990 gerđist ţađ hins vegar ađeins í ţremur árum ađ hćsta hámark náđi markinu. Aumastur var árshámarkshitinn 1921, ađeins 14,6 stig.

Í Reykjavík hefur hiti ađeins ţrisvar mćlst 20 stig eđa meiri eftir 16. ágúst sé miđađ viđ tímabiliđ frá 1920 ađ telja. Ţađ var 18. ágúst 1941, 31. ágúst 1939 og 3. september 1939. Hvenćr fáum viđ aftur 20 stig í Reykjavík í september?

Međalhiti fyrstu 16 daga ágústmánađar er auđvitađ mjög hár - ţurrkur telst sömuleiđis óvenjulegur víđa um land. Engin úrkoma hefur t.d. mćlst á Akureyri ţađ sem af er mánuđinum.

Lesendum er sérstaklega bent á pistil nimbusar um Reykjavíkurhitann í dag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sćll Trausti. Hvers vegna eru hitamćlingar "ómerkilegri" á sjálvirkum stöđum. Eiga mćlarnir til međ ađ segja ósatt ef mannlegt auga fylgist ekki stöđugt međ ţeim?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2012 kl. 10:43

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Nei, Gunnar, hitamćlingar á sjálfvirkum stöđvum eru ekki ómerkilegri - sé um samanburđarhćfar stöđvar ađ rćđa. Mannađar hitamćlingar munu ađ mestu leyti leggjast af á nćstu 10 árum hér á landi. Talsvert er til af samanburđarmćlingum á sjálfvirkum og mönnuđum mćlum á sömu stöđum. Međalmunur er í flestum tilvikum mjög lítill - en ţó ekki alveg alls stađar. Á ţínum heimaslóđum var hún t.d. ţessi (allar tölur í °C):

janfebmaraprmaíjúnjúlágúsepoktnóvdesár
0,11-0,020,070,010,250,220,320,130,030,160,110,090,12
 

Plústölur ţýđa ađ mannađa stöđin var hlýrri sem tölunni nemur. Árstíđasveifla munarins gćti bent til ţess ađ međalhitareikningar á mönnuđu stöđinni (ekki mćlingarnar sjálfar) ţarfnist minniháttar leiđréttingar. En einhver ár eru í ţađ ađ fariđ verđi nánar í saumana á ţví og međalhiti mönnuđu stöđvarinnar endurreiknađur. Svo er ekki víst ađ ţörf sé á slíku.

Trausti Jónsson, 17.8.2012 kl. 17:28

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Nauđsynlegt er ađ skrifa töfluna í athugasemdinni upp - eigi hún ađ vera lćsileg. Nákvćmnin er tveir aukastafir, janúar er 0,11  febrúar er mínus 0,02 (eini mánuđurinn ţegar „kaldara“ var á mönnuđu stöđinni), mars 0,07 og svo framvegis. Áriđ er 0,12.

Trausti Jónsson, 17.8.2012 kl. 17:30

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir ţetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2012 kl. 20:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband