Fimmtán dagar í röð

Nú hefur hiti mælst yfir 20 stig á landinu í 15 daga í röð ög er syrpan um það bil að verða óvenjuleg. Raunverulegur möguleiki er á því að að minnsta kosti 5 til 6 dagar eigi enn eftir að bætast við.  

Hæsti hiti sem mældist á landinu í dag (föstudag 10. ágúst) var 26,6 stig. Það var á Hallormsstað. Nokkur ný met birtust í metaskrá veðurstöðvanna - en aðeins á stöðvum sem eru yngri heldur en hitabylgjan mikla í ágúst 2004. Þessar stöðvar eru inn til dala á Austfjörðum og vegagerðarstöðvarnar á Suðurfjörðunum.

Fullsnemmt er að bera hitabylgjuna núna saman við fyrri hitabylgjur - við skulum samt fyrir forvitni sakir athuga á hvaða mánuði og ár árshitamet sjálfvirku stöðvanna raðast.

árjúnjúlágú
1994000
1995000
1996001
1997004
1998010
1999330
2000020
2001000
2002300
2003142
200400104
2005060
2006000
2007000
20080531
2009080
2010090
2011011
201261635

Þetta er frekar subbuleg tafla - en hún virðist þó læsileg. Alls eru 264 sjálfvirkar stöðvar með í safninu. Fáein ár eru án meta. Auk 1994 og 1995, en þá voru stöðvarnar fáar, lifa engin met frá árunum 2001, 2006 og 2007.

Við sjáum að tveir mánuðir skera sig úr, ágúst 2004 með 104 stöðvar - sú hitabylgja náði yfir mestallt landið , og júlí 2008 en þá varð fádæma hlýtt um suðvestanvert landið. Ágúst nú er með 35 stöðvar - en eins og áður er fram komið er það einkum á nýlegum stöðvum sem met hafa verið sett nú.

Eftirminnileg er hitabylgjan í ágúst 1997 en aðeins fjögur gildi lifa frá þeim tíma, þar af eru tvö á stöðvum sem athugað hafa allar göngur síðan. Hvorug hitabylgjan, 2004 og 2008, náði þar að toppa 1997. Stöðvarnar eru í sama landshluta og í svipaðri hæð. Þetta eru Holtavörðuheiði með 24,8 stig og Kolka með 24,6 stig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 1010
  • Frá upphafi: 2420894

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 887
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband