Tvćr veđursjár ná yfir stóran hluta landsins

Nú er hćgt ađ fylgjast međ mćlingum úr tveimur veđursjám Veđurstofu Íslands samtímis. Hér ađ neđan er dćmi. Suđvesturlandssjáin er stađsett á Miđnesheiđi skammt frá Leifsstöđ en Austurlandssjáin er á Miđfelli ofan Fljótsdalsstöđvar (mikiđ miđ). Hér er klippt nokkuđ utan af upprunalegri mynd til ađ smáatriđin sjáist íviđ betur.

w-blogg28ö612

Ljósi bakgrunnurinn sýnir ţađ svćđi sem sjárnar ná í sameiningu ađ fylgjast međ. Ţćr sjá best ţađ sem nćst er - en síđan hverfur ţađ sem lágt liggur meira og meira úr sjónlínu eftir ţví sem lengra dregur frá sjánum. Einnig spilla fjöll víđa útsýni ţeirra. Eystra skyggja t.d. Vatnajökull og Austfjarđafjöllin á ţađ sem lágt liggur og ýmis fjöll trufla einnig útsýni á Suđvesturlandi, t.d. Snćfellsnesfjallgarđurinn. Sjárnar senda út geisla sem síđan speglast til baka og er endurkastiđ mćlt. Úrkoma sést mun betur heldur en litlir skýjadropar og slydda best allra úrkomutegunda.

Litakvarđinn á myndinni sýnir styrk endurkastsins, blátt er veikast, síđan grćnt, gult táknar mikiđ endurkast og rautt mjög mikiđ. Sjá má nokkra gula og rauđa bletti yfir Suđvesturlandi en ţar voru í dag miklar skúradembur međ ţrumum og eldingum.

Hćgt er ađ láta sjána giska á úrkomuákefđ og á ţessari mynd giskar Miđnesheiđarsjáin mest á 12 til 25 mm á klukkustund í rauđa blettinum á myndinni. Ţađ er mikiđ.

Ţegar margar myndir voru skođađar í röđ kom í ljós ađ greina mátti tvenns konar hreyfingu. Annars vegar hreyfđist hvert „ský“ til  suđsuđvesturs undan vindi í eins til fjögurra kílómetra hćđ. Hins vegar mátti grein ađ lína á milli bókstafanna A og B, sem á myndunum myndađi eins konar norđurmörk skúrasvćđisins, hreyfđist í suđaustur. Ţetta var hreyfistefna háloftalćgđardrags í meir en 5 kílómetra hćđ.

Stađa dagsins var býsna flókin. Hafgola neđst, síđan norđaustanátt ofan viđ og ţar á ofan norđvestanátt. Meira ađ segja getur veriđ ađ rétt ofan á hafgolunni hafi flotiđ mjög hćg austsuđaustanátt. Stefnumót sem gat af sér miklar dembur og ţrumur.

En ritstjórinn er ekki vel ađ sér um veđurratsjár og afurđir ţeirra - eru ţeir sem meira vita beđnir forláts.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband