18.6.2012 | 00:26
Áframhald
Sú mynd sem veðurlag tók á sig í maí virðist ekki ætla að gefa sig. Háloftahæðarhryggur situr sem fastast einhvers staðar nálægt Grænlandi en er ýmist vestan við, yfir því eða austan við. Meginlægðabraut liggur til austurs langt suður í hafi og inn yfir meginland Evrópu. Þetta sést sérlega vel á meðalhæð 500 hPa-flatarins fyrstu 14 dagana í júní eins og síendurgreining (ncep) bandarísku veðurstofunnar (noaa) sýnir á kortinu hér að neðan.
Svörtu heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins. Það er 5580 metra línan sem snertir Vestfirði. Það er um 60 metrum ofan meðallags. Það er mikill hæðarhryggur sem teygir sig frá Labrador norðaustur til Grænlands en myndarleg háloftalægð er langt suður í hafi og önnur enn meiri yfir Skandinavíu.
Græna örin sýnir meginlægðabraut síðustu tveggja vikna, beint inn yfir vestanverða Evrópu. Farið er að bera á mæðu hjá íbúum þessara landa. Hæðarhryggurinn yfir Grænlandi er líkastur þeirri gerð hryggja sem kallaðir eru framhallandi. Þeir hallast til austurs miðað við þann stað þar sem þeir teygja sig út úr meginvindum vestanvindabeltisins og eru sérlega þrásetnir.
En auðvitað hefur breytileiki verið talsverður í legu hryggjarins og styrk hans í þennan hálfa mánuð. Næstu tíu dagana á undan var miðjan búin að vera nær Íslandi - enda muna menn enn hlýindin og blíðuna meðan á því stóð.
Síðan hefur landið verið inn í þrenns konar norðanátt. Í fyrsta lagi til þess að gera hlýrri hæðarbeygju þegar hryggurinn - eða hæðarútskot úr honum hefur verið næst okkur (rauðgula örin). Þurrt er þá um land allt að kalla. Í öðru lagi frekar kaldri norðanátt - en þó aðallega með hæðarbeygju (ljósblá ör). Þá er þurrviðrasamt um meginhluta landsins og lengst af bjart veður - en dægursveifla hita mikil. Í þriðja lagi er síðan bláa örin en á henni er lægðarbeygja og þar af leiðandi óstöðugt loft - svipað og allra síðustu daga.
Lægðarbeygjan fylgir litlum kuldapollum sem rúlla hjá, hver um sig á 1 til 3 dögum - en hæðarbeygjuástandið vill taka ívið lengri tíma - og ræður því frekar útliti meðalkorta.
Fyrir helgina var því spáð að hryggurinn teygði sig aftur til austurs síðar í þessari viku og þá með hlýindum hér á landi. Í gær (laugardag) og í dag (sunnudag) sýna spárnar ekki þetta ástand heldur eiga kuldapollarnir enn um sinn að rúlla yfir okkur úr norðri hver á fætur öðrum. Reyndar eru þeir ekki mjög öflugir - en það hlýnar ekki á meðan. Eina úrkoman sem fellur í stöðu sem þessari er skúraskyns - þá í kuldapollunum - hún dreifist mjög ójafnt. Lítilsáttar úrkoma fellur einnig áveðurs í norðanáttinni austast á landinu.
Lægðir með hefðbundnum skilakerfum lifa illa eða alls ekki í austur- og suðurjaðri framhallandi hryggja.
Næsti kuldapollur á að koma úr norðri á miðvikudag eða þar um bil. Nokkur átök verða þá á milli hans og hæðarhryggjarins og við fáum e.t.v. að sjá frekar óvenjulega gerð veðurs þegar vindur verður um tíma suðvestlægur við jörð en úr norðaustri í háloftum - yfirleitt eru hlutverkin öfug - þ.e. norðaustanáttin er við jörð en suðvestanáttin uppi. Satt best að segja trúir (reynslubólginn?) ritstjórinn þessu varla. - En smáatriðin lifi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 147
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Er það eitthvað sérstakt sem veldur þessum hæðarhrygg þarna yfir Grænlandi eða er þetta bara tilviljun. Annars virðast suð-vestanáttirnar með vætu fyrir sunnan og, hita og sól fyrir norðan vera á undanhaldi á síðustu árum. Eru þetta tilviljanir eða er veðrið eða loftslagið að breytast í kringum Ísland?
Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 19:20
Ég sagði það við kunningjana í byrjun maí að hann færi ekki að rigna fyrr en um miðjan ágúst. Einhvern veginn festast veður í svona farvegi og víst er að meðan á þessum þurrki stendur fara laxveiðimenn í Dölum ekki út, þeir spila bridds í veiðihúsinu og drekka wisky.
Gömul saga og ný.
Jón Kristjánsson, 18.6.2012 kl. 21:54
Ég veit ekki til þess að það sé eitthvað sérstakt sem veldur þrásetu hæðarinnar. Það er rétt að suðvestanáttir með hlýindum nyrðra og eystra hafa ekki verið algengar á sumrin á síðustu árum - en voru það um hríð áður. En það var líka tímabundið ástand. Suðvestanáttirnar koma örugglega aftur síðar. - Já Jón, briddsið bjargar - kannski að viskíð geri það líka.
Trausti Jónsson, 19.6.2012 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.