17.5.2012 | 01:10
Lágmörk og hámörk talin
Googleþýðarinn góðkunni gefur upp dulspekilegur fyrir alþjóðaorðið esoteric. Sú þýðing á varla við hér en samt er það þannig að veðurnördin eiga sín innfræðisem öðrum eru mjög hulin. Hin ágæta ensk-íslenska orðabók Geirs Zoega frá 1911 þýðir orðið sem heimullegur, það er nær lagi. Pistill dagsins er svoleiðis - úr heimullegum veðurnördaheimi. Aðrir hafi biðlund.
Síðastliðin nótt (aðfaranótt miðvikudagsins 16. maí) var mjög köld á landinu. Þótt dægurmet landsins þann 16. virðist í fljótu bragði ekki hafa fallið eru tölurnar óvenju lágar miðað við miðjan maí. Kuldinn skilar sér vel í talningum á dægurmetum einstakra stöðva, en til er skrá um þau fyrir sjálfvirku stöðvarnar - frá 1994 og einnig fyrir mannaðar stöðvar. Gallinn er sá að mönnuðu stöðvunum fer nú fækkandi.
Margar sjálfvirku stöðvanna hafa aðeins athugað í örfá ár en þó eru nærri 100 sem eiga nú 10 ára samfelldan rekstur eða lengri tíma. Við teljum nú dægurmet á öllum þessum stöðvum, bæði lágmarks- og hámarksmet sem sett hafa verið á árunum 2011 og 2012.
Dagurinn í dag (miðvikudagur 16. maí) er kominn með að minnsta kosti 43 ný lágmarkshitamet á sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í að minnsta kosti 10 ár. Er það mikið? Já, það er býsna mikið. Hretið í maí í fyrra (2011) átti mest 16 dægurmet, það var bæði þann 17. og 31. Ahugasamir geta séð alla töfluna í viðhenginu hér að neðan.
Þar má sjá að kuldarnir í fyrravor (2011) náðu hámarki þann 7. júní - þá voru sett 45 dægurlágmarksmet. Júnímánuður allur átti samtals 262 slík met, en nú er maí nú þegar kominn upp í 320 - rétt rúmlega hálfnaður. Í viðhenginu má sjá að kuldakastið í byrjun desember var það skæðasta síðastu 16 mánuðina. Metaflestur varð sá 9. með 69 dægurmet. Desember allur gaf alls 438 lágmarksmet - að þessu tali. Spurning er hvort maí í ár nær að toppa það. Ef 40 til 50 met verða sett í nú nótt (og þar með trúlega dægurmet fyrir allt landið) verður mánuðurinn kominn upp í um 370 og ekki þarf mjög marga slíka daga í viðbót til að ná desembertölunni.
Nú svo má einnig í viðhenginu finna sambærilegan lista yfir dægurhámarksmetin. Þar má t.d. sjá að 6. og 7. febrúar á þessu ári náðu samtals 143 hitametum. Hinn kaldi desember átti aðeins tvö. Júní í fyrra átti aðeins 18 og nú er maí heldur rislágur með aðeins 21 hámarkshitamet. Það bætir nær örugglega í það til loka mánaðarins.
Esotería, innfræði, svo sannarlega.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:12 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Á hér ekki við nýja orðatiltækið: innmúraðir og innvígðir. Og ansi held ég að það sé nú skrýtinn söfnuður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2012 kl. 01:50
Sigurður Þór; Við erum ekkert skrítnir, það eru hinir sem eru það.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 05:21
Óborganleg lesning fyrir kolefniskirkjutrúboðsrugludallana:
"Þar má sjá að kuldarnir í fyrravor (2011) náðu hámarki þann 7. júní - þá voru sett 45 dægurlágmarksmet. Júnímánuður allur átti samtals 262 slík met, en nú er maí nú þegar kominn upp í 320 - rétt rúmlega hálfnaður. Í viðhenginu má sjá að kuldakastið í byrjun desember var það skæðasta síðastu 16 mánuðina. Metaflestur varð sá 9. með 69 dægurmet. Desember allur gaf alls 438 lágmarksmet - að þessu tali. Spurning er hvort maí í ár nær að toppa það. Ef 40 til 50 met verða sett í nú nótt (og þar með trúlega dægurmet fyrir allt landið) verður mánuðurinn kominn upp í um 370 og ekki þarf mjög marga slíka daga í viðbót til að ná desembertölunni".
Global warming - hvað?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 08:56
Hilmar, þú ert alltaf jafn langt frá því að skilja hvað hugtakið Global warming þýðir.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.5.2012 kl. 09:56
Hilmar: Á síðustu árum hefur verið gífurleg bæting á sjálfvirkum veðurstöðvum og þar af leiðandi meiri líkur á metum. Svo verður þú að hafa vit á að nota meðaltalshita ef maður á taka mark á gagnrýni þína á global warming. Smá kuldakast eða hitabylgja (þekkir sjálfsagt ekki orðið hitabylgja) segir lítið sem ekkert til um það hvort það er að kólna eða hitna.
Pálmi Freyr Óskarsson, 17.5.2012 kl. 16:13
Hvað þýðir annars þetta Global Warming?
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2012 kl. 16:20
Emil Hannes Valgeirsson, 17.5.2012 kl. 09:56: ... og þú ert alltaf jafn langt frá því að skilja hvað hugtakið skilningur þýðir, elsku dúllan mín.
Pálmi Freyr Óskarsson, 17.5.2012 kl. 16:1: Reyndar hefur veðurstöðvum fækkað verulega um allan heim á síðustu áratugum og deilt er um nákvæmni/áreiðanleika hitamælinga mtt. staðsetningar. Annars vil ég biðja þig vinsamlegast að kynna þér vandlega ágæt gögn Trausta sem fylgja með bloggfærslunni. Úps... það er að k ó l n a á Íslandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2012 kl. 16:20: Tek að sjálfsögðu undir með yfirnerði íslenskrar veðurrýni: "Hvað þýðir annars þetta Global Warming?" ORG og Al Gore og hinar mörgæsirnar á Suðurpólnum?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 17:27
Global Warming þýðir hnattræn hlýnun. Mér finnst ég annars hafa ágætan skilning á skilningi og misskilningi að ógleymdum réttum og röngum misskilningi.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.5.2012 kl. 17:44
Emil Hannes Valgeirsson, 17.5.2012 kl. 17:44: Eigum við nú ekki að vera sammála um skilgreiningar félagi? Global warming er hugtak sem heimsendaspámenn básúna um heimsbyggðina og byggist á [áætlaðri] 0,7°C hlýnun meðalhitastigs jarðar frá aldamótum 1900(!) Á Kelvinskala (og reyndar í ljósi líffræði/jarðfræði) er þessi meinta "skelfilega" hlýnun ekkert annað og meira en suð (noise) á vísindalegum mælikvarða.
Ein ágæt spurning til ykkar kolefniskappanna: "Hve lengi þurfa kolefniskirkjutrúboðar að fylgjast með eðlilegum breytileika loftslags á jörðu áður en þeir viðurkenna loksins að þeir hafa verið að fylgjast með eðlilegum breytileika loftslags?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 19:51
Hilmar: Rangt hjá þér að veðurstöðvum hefur fækkað, nema að þú sért að meina mannaðar veðurstöðvar, þá erum við veðurathugunarmenn deyjandi stétt.
Hitamælar Veðurstofurnar eru flestir staðlaðir þannig sem minnst trufli þá. Þannig að hitatölur ættu að vera nokkuð nákvæmar/áreiðinlegar. Enn til að vera enn nákvæmari er betra að nota meðaltal til þess að vita hvort það sé að kólna eða hitna. Þú virðist ekki nokkuð móti eða vilja skilja það.
Gögn Trausta eru ansi takmörkuð til að sanna að það sé að kólna. Þar sem það hefur fjölgað svo gífurlega sjálfvirkum veðurstöðvum á nokkrum árum.
Pálmi Freyr Óskarsson, 17.5.2012 kl. 20:09
Sammála um að Global warming snýst um hækkun á meðalhita jarðar og það á löngu tímabili, eins og 0,7 stig á einni öld gefur til kynna.
Þess vegna hefur þessi bloggfærsla Trausta ekkert með Global warming að gera enda fjallar hún bara um Ísland en ekki alla jörðina og ekki einu sinni um meðaltöl eins og Pálmi hefur verið að benda á.
Ég er ekki sammála að Global warming byggist á þeirri hlýnun sem þegar hefur orðið því búið var að segja fyrir um hlýnun jarðar á fyrri hluta 20. aldar vegna aukins útblásturs CO2. Global warming er því ekki eftiráskýring heldur miklu frekar spádómur sem hefur ræst. Ennþá er kannski einhver möguleiki á að hlýnunin sé af náttúrulegum völdum og hrein tilviljun að spár um hlýnun gengu eftir.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.5.2012 kl. 21:41
Global Warming hvað?
Kristinn Pétursson, 17.5.2012 kl. 22:38
Svo eru auðvitað sumir sem viðurkenna ekki að hlýnað hafi á jörðinni. En hvað um það, næstu daga fáum við að öllum líkindum ágætis Local Warming hér hjá okkur, öllum til mikillar gleði.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.5.2012 kl. 22:56
Já, þetta er sko skrýtinn söfnuður! Farið það nú alveg í kolað!
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.5.2012 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.