16.5.2012 | 00:38
Hlýjustu maídagarnir
Frá því í ágúst í fyrra hefur þurr upptalning á hlýjustu dögum hvers mánaðar frá 1949 til okkar dags verið fastur liður á hungurdiskum. Nú er komið að maímánuði. Ekki er útlit fyrir að hitamet verði slegin næstu daga þannig að pistillinn er ekki úreltur um leið og hann birtist. Hafa ber í huga að ekkert er vitað um afgang mánaðarins. Kannski hann lumi á einhverju óvæntu.
En við lítum þá daga sem sýnt hafa hæstan meðalhita sólarhringsins yfir landið allt, hæsta meðalhámarkið og hæsta meðallágmarkið. Allar hitatölur eru í °C.
röð | ár | mán | dagur | meðalh. |
1 | 1992 | 5 | 27 | 11,48 |
2 | 1992 | 5 | 26 | 11,42 |
3 | 1997 | 5 | 31 | 11,36 |
4 | 1956 | 5 | 26 | 11,29 |
5 | 1991 | 5 | 28 | 11,28 |
6 | 1985 | 5 | 19 | 11,25 |
7 | 2004 | 5 | 30 | 11,11 |
8 | 1987 | 5 | 20 | 10,97 |
9 | 1987 | 5 | 21 | 10,81 |
10 | 1962 | 5 | 26 | 10,78 |
11 | 1980 | 5 | 18 | 10,73 |
12 | 2004 | 5 | 29 | 10,73 |
13 | 2008 | 5 | 27 | 10,72 |
14 | 2008 | 5 | 25 | 10,64 |
15 | 1977 | 5 | 23 | 10,52 |
Tveir góðir dagar í maí 1992 trjóna á toppnum. Norðausturhorn landsins stóð sig best í þessari hitabylgju með hin ótrúlegu 25,6 stig á Vopnafirði innanborðs síðdegis þann 26., Íslandsmet maímánaðar. Hiti komst í 25,0 stig á Raufarhöfn sama dag. Á hitabylgjulista hungurdiska (kannski birtist eitthvað af honum síðar) er þessi hitabylgja reyndar aðeins í öðru sæti maímánaðar (frá og með 1949), 20. til 22. maí 1987 eru sjónarmun ofar þegar miðað er við landið allt. Þeir dagar eru hér að ofan í 8. og 9. sæti.
Hér er 31. maí 1997 í þriðja sæti hæsta landsmeðalhita. Þá mældist hiti 22,6 stig á Raufarhöfn. Gamall dagur, 26. maí 1956 er í fjórða sæti. Þennan dag og næstu daga gerði eitt versta veður sem vitað er um í maí hér á landi með gríðarlegu sjóroki sem spillti gróðri langt inn í land og sást sjávarselta vestan af Grænlandshafi á rúðum austur í Bárðardal. Mikið sandfok var inn til landsins norðaustanlands, þök fuku af húsum og trillur sukku í höfnum.
Í tíunda sæti er 26. árið 1962. Hann var eftirminnilegur á Laugarvatni en þá féll skriða úr fjallinu og náði niður í byggðina, tjón varð þó aðallega á gróðri. Skyldi sárið vera horfið nú, 50 árum síðar?
Listinn um hæsta meðalhámarkshita á landinu er svipaður:
röð | ár | mán | dagur | m.hámark |
1 | 1992 | 5 | 26 | 15,76 |
2 | 1987 | 5 | 22 | 15,58 |
3 | 1987 | 5 | 21 | 15,55 |
4 | 1991 | 5 | 28 | 15,25 |
5 | 1956 | 5 | 26 | 15,16 |
6 | 1987 | 5 | 26 | 15,14 |
7 | 1955 | 5 | 27 | 15,10 |
8 | 1985 | 5 | 19 | 15,08 |
9 | 1960 | 5 | 13 | 14,91 |
10 | 1960 | 5 | 14 | 14,87 |
Hér koma þó dagar sem ekki eru á fyrri lista, t.d. 13. og 14. maí 1960 en þá gerði mikla hitabylgju um landið vestanvert (aldrei þessu vant) og komst hiti þá m.a. í 20,6 stig í Reykjavík og hefur ekki mælst meiri síðan í maí. Met sem enn standa voru þá sett á mörgum stöðvum. Sjónarmun hærri tala (20,7 stig) er til í Reykjavík í maí, frá þeim 19. 1905. Athuga þyrfti þá tölu betur, en vafalausara er að 20,2 stig mældust þar 26. maí 1901.
Að lokum lítum við á hæstu landsmeðallágmörkin - hlýjustu maínætur landsins.
röð | ár | mán | dagur | m.lágmark |
1 | 1992 | 5 | 27 | 9,09 |
2 | 1991 | 5 | 28 | 8,69 |
3 | 2001 | 5 | 6 | 8,33 |
4 | 2004 | 5 | 30 | 8,26 |
5 | 2008 | 5 | 27 | 8,11 |
6 | 1962 | 5 | 26 | 8,06 |
7 | 1992 | 5 | 28 | 8,06 |
8 | 1959 | 5 | 24 | 8,03 |
9 | 1980 | 5 | 18 | 7,97 |
10 | 2004 | 5 | 31 | 7,95 |
Hér bregður svo við að fleiri dagar frá þessari öld eru með heldur en á fyrri listum (var aðeins einn á topptíu meðalhitans en enginn á topptíu meðalhámarksins). Gott að hugsa til hlýrra nátta einmitt þegar þetta er skrifað að kvöldi 15. maí 2012, frostið komið niður í -11 stig í Sandbúðum og hæsti hiti klukkustundarinnar á landinu ekki nema rúm 2 stig á Garðskagavita og Gufuskálum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.