9.4.2012 | 01:56
Norðanáttin grunna
Nú fellur enn einn norðanáttarstrengurinn til suðvesturs yfir landið vestanvert. Þótt dæmi hungurdiska um þetta atriði veðurlagsins séu orðin allmörg skal enn hjakkað í farinu.
Kortið sýnir spá hirlam-líkansins um vind og hita í 950 hPa fletinum kl. 6 að morgni annars páskadags. Meðalhæð 950 hPa-flatarins hér við land er um 400 metrar yfir sjávarmáli. Í þessu tilviki er hann reyndar aðeins neðar, það neðarlega að hann er ekki til yfir hálendinu (þótt kortið sýni vind í hönum). Vindur og vindátt eru táknuð með hefðbundnum vindörvum, flaggað er við 25 m/s. Vindur er 25 m/s á stóru svæði nærri Vestfjörðum.
Jafnhitalínur eru litaðar, rauðar sé hiti ofan frostmarks en bláar strikalínur tákna frost. Það er mest við totu sem örin bendir á. -12 stiga frost. Munur á hita þar og við Suðausturland er því meiri en 14 stig. Þar sem vindurinn er mestur liggur hann nokkurn veginn samsíða jafnhitalínunum, fyrir norðan og vestan land þó aðeins þvert á þær og ber heldur kaldara loft suður og suðvestur á bóginn.
Þessi mikli vindstrengur er mjög grunnur og háloftavindrastir koma ekki við sögu. Með nokkrum rétti má segja að norðaustanátt sé hið eðlilega ástand hér á landi séu háloftavindar hægir. Við skulum líta á sjávarhitakort.
Við sjáum að hér munar 16 stigum á hlýja sjónum suðaustan við land og köldu hafísyfirborði næst Grænlandi. Ekki er það mjög ólíkt hitamuninum á 950 hPa-kortinu að ofan. Við gætum leikið okkur að því að setja vindörvar á sjávarhitakortið. Lægð væri fyrir suðaustan land en hæð yfir hafísnum og norðaustanátt á milli. Þessi norðaustanáttartilhneiging bíður ætíð færis hér á landi hvað sem líður hreyfingum veðurkerfa.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 158
- Sl. sólarhring: 296
- Sl. viku: 3650
- Frá upphafi: 2430697
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 2995
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.