Átakalítil umskipti

Eftir nćr stöđuga suđvestanátt og frekar háan loftţrýsting á nú ađ skipta yfir í norđaustlćgar áttir í nokkra daga. Ţegar á heildina er litiđ munu veđurkerfi halda áfram ađ koma til okkar úr vestri eđa norđvestri en háloftavindar verđa mun hćgari en veriđ hefur - ef trúa má evrópureiknimiđstöđinni. Viđ lítum á spá hennar um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktarinnar síđdegis á páskadag 8. apríl.

w-blogg080412a

Eins og venjulega eru jafnhćđarlínur heildregnar, en jafnţykktarlínur eru rauđar og strikađar. Viđ sjáum líka fáeina bleika iđuflekki - en sinnum ţeim lítiđ. Vindur er mikill ţar sem jafnhćđarlínur eru ţéttar t.d. suđur af Grćnlandi. Yfir okkur eru jafnhćđarlínur fáar og vindur ţví lítill í miđju veđrahvolfinu.

Svörtu örvarnar sýna hreyfingu háloftalćgđarinnar, síđdegis á laugardag var hún suđvestan Grćnlands, á sunnudag á Grćnlandshafi og á mánudag er henni spáđ suđaustur til Skotlands. Hún hefur ýtt hćđinni miklu sem var suđvestur af landinu til austurs og flatt hana út - allt án átaka sem talandi er um.

Lćgđarmiđjan er ekki sérlega köld ţađ er 5220 metra jafnţykktarlínan sem sjá má sem örlítinn hring í miđju lćgđarinnar. Ţykktin yfir landinu er um 5300 metrar en međalţykkt í apríl er um 5270 metrar. Ástandiđ er ţví ekki mjög fjarri međallagi árstímans.

En fyrir norđan land er veiklulegur hćđarhryggur og mjög langt bil er á milli jafnhćđarlína. Hins vegar eru jafnţykktarlínurnar miklu ţéttari. Ţykktarmunur á milli Vestfjarđa og Scoresbysunds er um 130 metrar, ţađ eru um 16 hPa. Vegna ţess ađ háloftavindur er nćr enginn kemur ţykktarbrattinn fram ađ fullu sem ţrýstimunur (og ţar međ vindur) niđur undir jörđ. Ţví er norđaustanstrengur á Grćnlandsundi, 15 til 20 m/s. Líklegt er ađ eitthvađ af honum sleppi suđur á landiđ sjálft ţegar háloftalćgđin fer hjá.

Viđ sjáum 5160 metra jafnţykktarlínuna í laumast viđ Grćnlandsströnd, nái hún hingađ sleppum viđ ekki viđ frost - en sólin er farin ađ hjálpa til.

Viđ Baffinsland má sjá lítiđ x sett í miđjan iđuhnút. Ţessi litli hnútur á ađ snúa upp á jafnţykktarlínur vestan viđ land á ţriđjudag. Spár greinir ţó á um atriđi málsins - enda hnúturinn litill og á eftir ađ fara yfir Grćnland. Ţetta verđur í öllu falli lítil lćgđ - en spurning hvort snjóar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Vegna ţess ađ háloftavindur er nćr enginn kemur ţykktarbrattinn fram ađ fullu sem ţrýstimunur (og ţar međ vindur) niđur undir jörđ. Ţví er norđaustanstrengur á Grćnlandsundi, 15 til 20 m/s. Líklegt er ađ eitthvađ af honum sleppi suđur á landiđ sjálft ţegar háloftalćgđin fer hjá. "

Stundum hefur gert leiđinda ţurrakulda á vorin. Eilfífur austanblástur og eiginlega ekkert vor.  Hvađa ađstćđur skađa slíkt veđur, eitthvađ ţessu líkt?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 8.4.2012 kl. 11:18

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Já, ţađ er rétt Bjarni. stađa sem ţessi er ein ţeirra sem ýtir undir norđaustanţrćsinginn á vorin.

Trausti Jónsson, 9.4.2012 kl. 01:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 799
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 689
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband