7.4.2012 | 01:51
Hversu hátt náði þokusúpan?
Svar er ekki einhlítt, en við lítum á ástandið yfir Keflavíkurflugvelli að kvöldi föstudags 6. apríl - eins og það birtist á háloftariti. Við skulum ekkert óttast svip þess og horfum á það einbeittum augum.
Myndin klippt út úr stærri mynd á vef Veðurstofunnar. Á háloftariti má sjá hita, daggarmark, vindátt og vindhraða (og fleira) í sniði upp í gegnum lofthjúpinn. Hæðarmælikvarðar eru tveir á myndinni. Sá til vinstri sýnir þrýsting - en hann minnkar upp á við. Því lægri sem tölurnar eru því hærra er mælingin gerð. Hægri kvarðinn (heldur ógreinilegur) sýnir hæð þrýstiflatanna í fetum (fyrir flugmenn).
Upp á myndinni er upp í lofthjúpnum - ekkert erfitt við það. Lárétti kvarðinn sýnir hita í °C. Kaldast er lengst til vinstri en síðan hlýnar til hægri. Hér er byrjað í mínus 10 stigum, síðan kemur frostmark (0°C) og neðst í hægra horni má sjá töluna 40°C.
Á flestum venjulegum myndum af hita og hæð væri hitakvarðinn hornréttur á hæðarkvarðann. Slík háloftarit eru oft sýnd - en það er óvenjulegt. Hér liggja jafnhitalínurnar á ská upp myndina frá vinstri til hægri.
Tveir ferlar, annar grár en hinn rauður eru merktir inn á ritið, sá grái sýnir hita en sá rauði daggarmark. Daggarmarkið er mælikvarði á raka loftsins. Þar sem hiti og daggarmark eru jöfn er loft rakamettað, því meira bil sem er á milli línanna því þurrara er loftið.
Nú ætti að vera auðvelt að lesa gróflega úr myndinni, Hiti í 850 hPa er um 5°C en um mínus 3 í 700 hPa (grái ferillinn). Daggarmark í 850 hPa er um 3°C en -10°C í 700 hPa.
Svarið við spurningunni í fyrirsögninni liggur nú nokkurn veginn í augum uppi. Rauði og grái ferillinn eru harðlega klesstir saman frá jörð og nærri því upp í 850 hPa, þar gliðna þeir í sundur. Loft á þessu bili er því rakamettað og við erum inni í skýi eða þoku. Ef ferlarnir eru skoðaðir nákvæmlega má sjá smábil í neðsta punkti - e.t.v. hefur ekki verið dimm þoka rétt niður undir jörð.
Á hæðarkvarðanum til hægri má sjá að 850 hPa-flöturinn er hér í 4810 feta hæð, það eru um 1467 metrar. Þokusúpan endar rétt neðan við þá hæð.
Á ritinu má einnig sjá vindhraða. Hann er táknaður með venjubundnum vindörvum. Í 850 hPa eru um 20 m/s (40 hnútar) af vestnorðvestri. Við jörð er minni vindur og þar að auki vestlægari - þetta eru áhrif núnings.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 102
- Sl. sólarhring: 488
- Sl. viku: 3594
- Frá upphafi: 2430641
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 2946
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.