Hlýjustu marsdagarnir

Þá er komið að hlýjustu marsdögunum. Reiknaður er meðalhiti allra marsdaga (sólarhringsmeðaltal) frá 1949 til 2011 og búinn til listi. Einnig eru reiknaðir listar fyrir þá daga þegar meðalhámark allra stöðva var hæst og þá daga sem meðallágmark var hæst. Það æpir þó aðeins á nördin að hæsti hiti sem vitað er um á mannaðri veðurstöð á landinu í mars mældist þann 27. árið 1948 - þannig að sá dagur er fyrirfram útilokaður frá þátttöku í keppninni.

En hér eru listarnir þrír, fyrst er það meðalhitinn (°C):

röðármándagurmhiti
12004398,67
220073318,44
32004388,02
420003287,65
51964387,42
620043107,41
720033177,33
820053267,30
919533117,27
1019533187,10
1119563277,07
122004377,07
1320033167,01
1420063177,01
1519643137,00

Hér byrja sjö af tíu efstu sætunum á tölunni 20. Hlýindin miklu eru þannig flest nýleg. Asahláka olli flóðum í Hvítá í Árnessýslu hlýju dagana 2004, 7. til 10. en allir þeir fjórir dagar eru dreifðir um listann. Hitamet marsmánaðar var sett á Eskifirði 28. mars árið 2000, 18,8 stig. Þetta var klukkan sjö að morgni. Blöndun að ofan með aðstoð hvassviðris og brattra fjalla hefur séð um afgreiðslu málsins.

Gamall dagur er fyrst niðri í fimmta sæti, 8. mars 1964 - einstakur vetur að gæðum. Sá 13. sama ár er í 15. sæti, þá fuku þakplötur í Reykjavík og Hafnarfirði. Ég man vel þetta kvöld, kom við í efri sal á Hótel Borgarnesi - mikið hrikti í nýju þakinu, stór hluti af því hafði fokið af á nýjársdag þetta sama ár. Neðar á listanum eru svo tveir stakir dagar úr mars 1953. Í atburðaskrá segir um þá 12. og 13. þetta ár: Mikil flóð á Suðurlandi. Sjö bæir á Skeiðum umflotnir, vatn flæddi í kjallara á Selfossi.

Hæsti meðalhámarkshitinn:

röðármándagurmhámark
1200532710,56
2200733110,49
3200532610,47
4195632710,43
5200631710,39
6200532510,31
720043910,21
8200532110,05
9200331610,00
1019563289,97

Einokun hlýinda síðustu ára er nærri því pínleg. Aðeins tveir dagar í mars 1956 komast á blað.

Og alltaf er gaman að sjá hvaða daga lágmarkshiti hefur verið hæstur. Þegar kemur fram í mars vaxa líkur á því að kaldast sé á nóttunni - þetta gætu því verið hlýjustu marsnæturnar:

röðármándagurmlágmark
12004396,94
220043106,10
32004386,09
420073315,66
51964385,59
61964395,48
719533185,41
819593225,40
920003285,18
1020033165,12

Dagar í mars 2004 raða sér í þrjú efstu sætin, en þó eru fjórir eldri dagar á þessum lista, úr mars 1964 og 1953 sem hafa komið við sögu áður og síðan einn hlýr dagur (hlý nótt) í mars 1959. sem var tíðindalítil að öðru leyti.

En útsynningurinn heldur áfram og mun að sögn halda áfram næstu vikuna í samvinnu við sunnanhvassviðri þegar lægðirnar æða hjá - eins og lítið lát virðist vera á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var líka marsmet 1948 í Reykjavik, Stykkishólmi og úti um allt.  Ætli sá dag slái ekki alla þessa daga út á alla kanta?

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2012 kl. 01:04

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hann fær í það minnsta fegurðarverðlaun.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2012 kl. 01:05

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er vel hægt að reikna þennan merkistdag inn á listann - en það er nokkuð tímafrekt sem sakir standa. Annars hrífur mig mjög hinn dularfulli 18. mars 1979 - eins konar vel grafið leyndarmál marsmánaðar.

Trausti Jónsson, 9.3.2012 kl. 01:21

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi hryllilegi mars lumaði þá á magnum mysterium. En hvað skeði? Nógu hlýtt var nú í háloftunum vestan við landið og víða logn og sól en hvað var svona hryllilega dularfullt? Ég man eftir móðukenndu hægviðrinu nokkra daga fyrir þennan dag og á honum sjálfum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2012 kl. 02:19

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Flett er ofan af 18. mars 1979 í pistli 11. mars, hann heitir: Það kemur fyrir.

Trausti Jónsson, 11.3.2012 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 71
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2838
  • Frá upphafi: 2427390

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2541
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband