7.2.2012 | 00:40
Vika krappra smálægða
Nú rennur hver smálægðin á fætur annarri eftir heimskautaröstinni - ýmist yfir Ísland, fyrir vestan það eða austan. Eins og gefur að skilja veldur þetta talsverðri óvissu í veðurspám og að auki er óþægilegt að sumar þessara smálægða verða nokkuð krappar þegar þær fara hjá. Hungurdiskar taka enga afstöðu til spánna - og bendir þeim sem eitthvað eiga undir veðri að fylgjast með spá Veðurstofunnar eða annarra þeirra sem fylgjast náið með lægðunum og hegðun þeirra. En við getum litið á hitamynd sem numin var kl. 23 á mánudagskvöldi 6. febrúar og birtist (stærri) á vef Veðurstofunnar.
Hér má sjá tvo þroskaða lægðasveipi. Annar þeirra er í hlutverki gömlu lægðarinnar, þeirrar sem færði okkur hlýindi og úrkomu mánudagsins. Miðja þess sveips er rétt vestan við Hvarf á Grænlandi. Hiti komst í 13 stig bæði fyrir norðan og austan í dag.
Annar lægðarsveipur er fyrir sunnan land, merktur sem L1 á kortinu. Við sjáum að hann er mjög lítill um sig. Sveigurinn í kringum hann er varla mikið stærri en Ísland. Smáatriði framhjágöngu hans skipta því miklu máli. Það er að sjá að mjög hvasst sé í sveipnum sunnan- og suðaustanverðum - e.t.v. hvassast um það bil þar sem tölustafurinn einn nærri lægðarmiðunni.
Óþægilega stutt er í næsta lægðarkerfi fyrir sunnan (L2). Það liggur við að það valti yfir L1. Mjög hlýtt loft ryðst fram á undan því eins og vel má sjá af furðuheillegu en örmjóu skýjabandi næstum alveg ofan í bakhlutanum á L1. Þriðja smálægðin er síðan að myndast við Nýfundnaland (L3). Þetta er óþægilega þröng staða fyrir lægðavöxt sem helst vill geta dregið loft af stóru svæði inn i lægðarhringrás í mótun.
En L1 hefur þegar náð hringsnúningi og líklegt er að hann haldist alla leiðina framhjá vesturströnd Íslands á morgun. En það skiptir mjög miklu fyrir veðrið vestast á landinu, á Reykjanesi, Snæfellsnesi og í Faxaflóa nákvæmlega hvar lægðarmiðjan fer um. Mikill munur er t.d. á vindi hvort leiðin liggur 100 eða 200 km vestur af Reykjanesi - því illa hvasst er aðeins á tiltölulega litlu svæði.
Reynslan hnígur þó að því að þetta gerist allt mjög fljótt, suðaustanhvassviðrið á undan kerfinu (ef eitthvað er) verður varla skollið á þegar suðvestanveðrið tekur við. Undir þessum kringumstæðum fylgjast veðurnörd mjög náið með loftvogum sínum (jafnvel þeim ómerkilegustu). Séu þær af gömlu gerðinni berja menn létt með fingri á glerið sjá nálina hrökkva til og færa síðan viðmiðunarnálina ofan í stöðuna. Þá er auðvelt að sjá hver breytingin er þegar næst er barið. Í venjulegu veðri er nóg að lesa af voginni á 3 klst fresti. Ef fylgjast á með því hvort hraði breytingarinnar vex þarf að lesa af oftar oft á klukkustund - og helst skrá á einhvern hátt - annað hvort með því að skrifa aflesturinn á blað/tölvu eða með því að færa inn á gamaldags millimetrapappír (ef einhver veit hvað það er).
Þeir sem ekki hafa yfir eigin loftvog að ráða geta fylgst með þrýstibreytingum á vef Veðurstofunnar - en þar endurnýjast tölur því miður ekki nema á klukkustundar fresti. Fyrir þessa ákveðnu lægð er gott að fylgjast með ástandinu á Keflavíkurflugvelli á vefsíðu hans. Nú (eftir kl. 24 aðfaranótt þriðjudags) er þrýstingur þar þegar farinn að falla, síðustu klukkustund úr 1015,1 niður í 1014,8. Þetta er svo lítil breyting að hennar gætir lítt á dósarloftvogun. Í nótt og á morgun ætti þrýstingur að falla niður í um 986 hPa og honum er spáð lægstum upp úr hádeginu. Þetta er ekkert sérlega mikið fall (29 hPa alls) - en gæti orðið meira eða minna. En við sjáum að fallið er að meðaltali rúm 2 hPa á klukkustund, verður e.t.v. 3 til 4 þegar mest er - ef það fer að verða meira - er ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis og rétt að búast við vondu.
Fyrir tíma tölvuspáa og netsins var enn meira gaman að fylgjast með heimaloftvoginni - og reyna að ráða í þróunina upp á eigin spýtur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 266
- Sl. viku: 2383
- Frá upphafi: 2434825
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2114
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.