Köldustu janúardagarnir (meira fyrir nördin)

Janúar hefur liðið hratt á hungurdiskum í ár og er víst að verða búinn. Ekki er hægt að skilja Yfirlitið um köldustu janúardagana (að meðaltali yfir landið allt) úti á klakanum og hér kemur það. Miðað er við meðaltal allra stöðva í byggð.

röðármándagurmhiti
1196812-14,75
2196813-14,14
31981115-13,28
4197018-13,14
51969114-13,12
61971120-13,10
71969131-13,09
81966124-12,52
91971129-12,49
101988123-12,49
11197114-12,34
121971119-12,23
131969115-12,22
141955113-12,10

Á toppnum eru tveir mjög eftirminnilegir dagar í upphafi árs 1968. Þarna lá við að hitaveita Reykjavíkur gæfist upp og hiti fór niður fyrir frostmark í mörgum húsum - einkum á Skólavörðuholti og þar um kring. Veður var hvasst með hörkunni, en slíkt er mjög óvenjulegt. Þessa daga fór „þverskorinn kuldapollur“ til suðausturs fyrir norðaustan land. Enn á víst eftir að útskýra hvað það er og verður að bíða.

Eftirtektarvert er að allir dagarnir á listanum nema þrír eru frá árunum 1966 til 1971. Þessi ár (og 1965 til viðbótar) eru gjarnan kölluð „hafísárin“. Þá hrökk veðurfar um skeið aftur til nítjándualdartísku - voru það mikil viðbrigði.

Þessir þrir dagar sem eru utanhafísára eru 23. janúar 1988, 15. janúar 1981 og 13. janúar 1955. Taka má eftir því að í janúar 1955 voru líka mjög hlýir dagar. Í upphafi mánaðarins reis upp mikil fyrirstöðuhæð austur yfir Skandinavíu og gjörbreytti veðurlagi. Hún þokaðist síðan vestur á bóginn og þann 13. var svo komið að mikill kuldastrengur kom suður yfir Ísland þá austan hæðarinnar.

En þá er það lægsti meðallágmarkshitinn.

röðármándagurmlágmark
11971130-16,94
2196812-16,67
31979131-15,94
4196813-15,91
5197018-15,83
61966124-15,82
71969115-15,80
81981115-15,43
9196814-15,42
101988123-15,38

Þetta eru mest sömu dagarnir og í fyrri töflunni en röðin hefur breyst. Kaldastur er 30. janúar 1971. Þá mældist mesta frost eftir 1918 í Reykjavík, -19,7 stig, aðeins hársbreidd frá -20 stigunum. Sama morgunn mældist lágmarkið á Hólmi fyrir ofan Reykjavík -25,7 stig - ískyggilegt það. Enginn nýlegur dagur er í þessari töflu, næst okkur er sem fyrr 23. janúar 1988.

Að lokum er það lægsti hámarksmeðalhitinn (erfitt að segja - ekki satt).

röðármándagurmhámark
1196813-13,23
21969115-11,34
31969114-11,13
41971120-11,06
51971119-10,71
6197018-10,45
71969131-10,35
81966124-9,56
91955113-9,09
101988124-9,07

Þrítugasta janúar 1971 hefur verið sparkað út af listanum þótt enn séu tveir dagar úr þeim sama mánuði á honum. Þriðji janúar 1968 er langlægstur, nærri tveimur stigum neðar en 15. janúar 1969. Síðan koma 14. og 15. janúar 1969 - miklir illviðradagar, sérstaklega sá 15.

Rétt er að taka fram (sjá athugasemd við pistilinn) að samanburðurinn nær aðeins aftur til janúar 1949.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

En hvað með 1918? – eða ferðu ekki svo langt aftur?

Emil Hannes Valgeirsson, 30.1.2012 kl. 00:36

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Samanburðurinn nær aðeins aftur til 1949 - daglegar upplýsingar um landið allt ná þvi miður enn ekki lengra aftur. Köldustu janúardagarnir 1918 voru ábyggilega enn kaldari heldur en köldu dagarnir 1968 - en ég hef grun um að heldur sé fátt um keppinauta í janúar á tímanum frá 1918 til 1948. Það sem gerði dagana köldu 1968 eftirminnilegri heldur en aðra kalda daga var hvassviðrið samfara kuldanum. Í  gömlum pistli mínum  á vef Veðurstofunnar er línurit sem sýnir hita á þremur veðurstöðvum alla daga í janúar 1918.

Trausti Jónsson, 30.1.2012 kl. 01:00

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég man vel eftir kuldunum og rokinu í janúar 1968 sem ég fylgdist með af hryllingi en þetta var fyrsti janúarmánuðurinn sem ég fylgdist með daglegu veðri. Ég man reyndar líka vel eftir janúar 1955 en þá fylgdist ég ekki með veðri. Á þeim tíma var Ruby Murray upp á sitt  besta. Ólíkt hugðnæmari dagar þá en sukk og svínarí vorra daga!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2012 kl. 23:15

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Hitaveita virðist hafa verið þóþörf þegar hlustað var á Ruby Murray. Ég hef alloft hlustað á hana - en ég var of allt of ungur 1955 til að taka eftir hitastraumum hennar. Ég held raunar að ég hafi ekki tengt hana einu né neinu fyrr en eftir 1980 að dægurtónlist þessara ára var tekin föstum tökum.

Trausti Jónsson, 31.1.2012 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband