Litið til 17. janúar 1937

Mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík er 55 cm og var færð í bækur að morgni 18. janúar 1937. Því miður er nokkur óvissa um mælinguna. Lesa má um hana í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar. Þar er fjallað um mestu snjódýpt á Íslandi og þar á eftir um Reykjavíkurmetið. Ekki er ástæða til að endurtaka það hér. Nýja dagblaðið hafði eftir bæjarverkfræðingi í Reykjavík: „Síðan ég kom hingað til bæjarins fyrir rúmum þrjátíu árum, man ég ekki eftir að hafi komið eins mikill og jafnfallinn snjór hér í bæ og nú". (Forsíða ND 19. janúar 1937 á timarit.is).

En við skulum líta á 500 hPa kort kl. 18 síðdegis þann 17. sem ameríska endurgreiningin stingur upp á. Ef til vill er ástæða til að taka fram að hungurdiskar hafa ekki borið stöðuna saman við raunverulegar veðurathuganir - það ætti auðvitað að gera.

En kortið er þetta:

w-blogg260112a

Þetta er óskastaða fyrir mikla snjókomu í Reykjavík - hitti ákafasta úrkoman á höfuðborgarsvæðið. Mjög kalt loft streymir frá Kanada út yfir hlýtt Atlantshafið - drekkur þar í sig raka, verður óstöðugt og úrkoman fellur síðan í miklum éljabökkum. Af grunnkortinu (ekki sýnt hér) má sjá að snarpt lægðardrag liggur nærri Suðvesturlandi og mesta úrkoman bundin við það.  

Þetta kort er ekki svo ólíkt 500 hPa stöðunni í gær (þriðjudag). Köld sunnanátt í háloftum er ekkert sérlega algeng. Ólíkt er aftur á móti að 1937 var kuldapollurinn dýpri (4850 m) en nú (4980 m), sennilega ívið kaldari en hreyfðist ekki mikið. Kuldapollurinn okkar er hins vegar á ákveðinni norðausturleið og hríðin sem geisar á Vestur- og Norðurlandi þegar þetta er skrifað fylgir miklum vindstreng á vesturhlið lægðarinnar. Árið 1937 var norðaustanáttin afmörkuð við stíflustrenginn á Grænlandssundi. Hann slapp ekki suður um Ísland.

En mikil snjókoma í Reykjavík á sér fleiri óskastöður - rifja mætti þær upp síðar ef tilefni gefst til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband