Af vindhámörkum ársins 2011

Við höfum litið á dægurhámörk og lágmörk hitans á árinu 2011 og nú er komið að svipaðri yfirferð um vindhraða. Aðaltaflan er í viðhenginu. Hún er þrískipt. Í fyrsta lagi er listi yfir hæsta 10-mínútna vindhraða hvers daga síðan fylgir sams konar tafla um vindhviður og að lokum er tafla yfir mesta 10-mínútna vindhraða og hviðu hverrar stöðvar á árinu ásamt tímasetningu 10-mínútna hámarksins. Taflan nær ekki til vegagerðarstöðvanna að þessu sinni. Gögnin eru úr safni Veðurstofunnar.

En hér er listi yfir þær stöðvar eiga hæsta 10-mínútna meðalvindhraða á árinu:

ármándagurklstáttmestmest hviðanafn
2011211715246,951,7Jökulheimar
20111222324644,060,1Gagnheiði
2011211712441,351,2Vatnsfell
2011472431541,257,4Hallsteinsdalsvarp
2011113229139,048,9Stórhöfði sjálfvirk stöð

Sama veðrið á tölurnar í 1. og 3. sæti listans, 11 febrúar. Við sjáum að vindur var af suðsuðaustri í Jökulheimum, en suðaustri við Vatnsfell. Hallsteinsdalsvarp er í Austfjarðafjöllum á leið raflínunnar úr Fljótsdal til Reyðarfjarðar. Gott að hún þoldi þetta mikla veður. Gagnheiði er í 2. sæti í veðri rétt fyrir jól, á sama tíma og hiti fór í 13 stig á Dalatanga. Stórhöfði á síðan fimmta hæsta gildið.

Í einu tilviki til viðbótar fór vindur á Gagnheiði í 39,5 m/s. Það var í norðanveðrinu mikla 7. janúar.

Stórhöfði tekur langflest dægurhámörk 10-mínútna vinds, á mesta vindhraða dagsins 72 sinnum á árinu. Næstu stöðvar, Bjarnarey og Gagnheiði eru ekki hálfdrættingar með 31 og 30 daga hvor um sig. Af stöðvum í byggð á Bláfeldur flest dægurhámörkin, 11 talsins. Með því að líma töfluna inn í töflureikni geta nördin talið í smáatriðum. Þegar taflan er lesin þarf að hafa í huga að sumar stöðvarnar störfuðu ekki allt árið.

Á hinum enda stöðvatöflunnar er Hallormsstaður. Þar fór vindhraði mest í 18,5 m/s á árinu. Þar var stöðin í gangi allt árið þannig að við trúum þessum góða árangri.

Vindhviðulistinn er öðru vísí, fimm efstu stöðvarnar eru:

ármándagurklstáttmestmest hviðaanafn
20111222324644,060,1Gagnheiði
2011472431541,257,4Hallsteinsdalsvarp
201112242126134,756,9Seley
20114101819238,356,2Skarðsheiði Miðfitjahóll
2011211910935,954,8Veiðivatnahraun

Gagnheiði á mestu hviðu ársins, 60,1 m/s. Síðan kemur Hallssteinsdalsvarp og þá Seley. Seleyjarhviðan kom í aðfangadagsveðrinu mikla. Miðfitjahóll á línuleiðinni yfir Skarðsheiði er í fjórða sæti og leggur fram veðrið eftirminnilega 10. apríl þegar ekki var hægt að hleypa farþegum úr flugvélum á Keflavíkurflugvelli. Veiðivatnahraun er í fimmta sæti - í sama veðri og Jökulheimamet 10-mínútna vindsins. Sama dag komst vindur á Skarðsheiðinni reyndar ofar (55,2 m/s) en það var ekki mesta hviða ársins á þeirri stöð og er því ekki á stöðvalistanum.

Miðfitjarhóll reynist vera sú stöð sem oftast á mestu vindhviðu dagsins, 63 sinnum, síðan kemur Bláfeldur með 35 daga og Stórhöfði með 30.

Til gamans má einnig reikna eins konar hviðustuðul, hlutfall mestu hviðu ársins og mesta vindhraða og raða eftir stöðvum. Siglufjörður lendir þar á toppnum, Neskaupstaður í öðru sæti og Bíldudalur í því þriðja. Munum þó að hér er ekki um eiginlega hviðustuðla að ræða - fyrir þá er röðin líklega önnur. Lægsta hlutfallið eiga Jökulheimar, þar var mesta hviða 51,7 m/s en mesti 10-mínútna meðalvindur 46,9 m/s (eins og kom fram að ofan).

Það var aðeins einu sinni á árinu sem mesti 10-mínútna meðalvindhraði var minni en 10 m/s. Það var 8. ágúst þegar vindhraði var mestur í Bjarnarey, 9,9 m/s. Vindhraði fór í 20 m/s eða meir einhvers staðar á landinu í um 240 daga ársins eða í kringum 8 mánuði af 12.

Lægsta hámarkshviða dagsins mældist 13,4 m/s á Vattarnesi þann 8. ágúst - sama dag og áður var nefndur, en 20. júlí á jafnlága hámarkshviðu á Stórhöfða. Hviða náði 25 m/s einhvers staðar á landinu í um það bil 270 daga eða 9 mánuði af 12.

En áhugasamir líta á viðhengið.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Það væri nú forvitnilegt að sjá líka gögnin úr mælum Vegagerðarinnar.

S Kristján Ingimarsson, 8.1.2012 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 874
  • Sl. sólarhring: 915
  • Sl. viku: 2669
  • Frá upphafi: 2413689

Annað

  • Innlit í dag: 817
  • Innlit sl. viku: 2417
  • Gestir í dag: 794
  • IP-tölur í dag: 775

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband