Skammdegismyrkriđ sćkir ađ

Pistill dagsins er hluti pistlarađar um mesta mćldan sólskinsstundafjölda í Reykjavík og á Akureyri. Sams konar pistlar hafa birst á hungurdiskum um sólskin í september og október. Myndin sýnir hámarkssólskinsstundafjölda sem mćlst hefur á hverjum degi í nóvember í Reykjavík og á Akureyri. Árin sem notuđ eru til viđmiđunar eru 88 í Reykjavík, frá 1923 til 2010, en 60 á Akureyri. Ţar byrjar röđin sem miđađ er viđ 1951. Sólskinsstundamćlingar hófust á Akureyri 1925 en fáein ár á stangli vantar inn í röđina. Auk ţess eru daglegar mćlingar ekki ađgengilegar á stafrćnu formi nema frá 1951.

Nú verđur ađ hafa í huga ađ engin fjöll eru í almanakssólargangi og ţví síđur húsbyggingar eđa ađrir tilviljanakenndir skuggavaldar. Auk ţess verđa lesendur ađ vita ađ ýmislegt miđur skemmtilegt getur plagađ hefđbundnar sólskinsstundamćlingar og úrvinnslu ţeirra. Hungurdiskar gefa ekki út heilbrigđisvottorđ á ţessar mćlingar - en viđ vonum ţó ađ lítiđ sé um villur.

Ţegar mćlingar hafa veriđ gerđar um áratuga skeiđ eru allmiklar líkur á ađ einhver nćrri ţví heiđskír dagur sé inni í mćlingaröđinni. En lítum á myndina.

w-blogg211111a

Lárétti ásinn sýnir daga nóvembermánađar, en sá lóđrétti klukkustundir. Fyrstu daga mánađarins er hámarkssólskinsstundafjöldi um sjö stundir í Reykjavík en um 5 stundir á Akureyri. Ćtli viđ verđum ekki ađ trúa ţví ađ ţessa daga hafi sólin skiniđ nánast allan ţann tíma sem mögulegur er.

Sólskinsstundum fćkkar síđan jafnt og ţétt eftir ţví sem á mánuđinn líđur. Munur á stjarnfrćđilegum sólargangi í Reykjavík og á Akureyri vex ţegar líđur á mánuđinn, en munum ađ fjöll skyggja mun meira á fyrir norđan heldur en syđra.

Sé leitnin reiknuđ á rauđu Reykjavíkurlínuna kemur í ljós ađ hámarkssólskinsstundafjöldi minnkar um 3 klukkustundir yfir mánuđinn allan eđa 6 mínútur á dag. Ţetta er svipađ og í október. Á Akureyri lćkkar hámarkiđ um rúmlega fjórar og hálfa klukkustund, eđa átta og hálfa mínútu á dag. Sá tími sem sól skin lengst á Akureyri í lok mánađarins er kominn niđur í eina klukkustund. Í framhaldinu fer ađ muna um hvar mćlingarnar eru stađsettar í bćnum. Hvar á Akureyri er sólarlausi tími ársins stystur? Hvar er hann lengstur?

Og viđ spyrjum svipađrar spurningar og viđ gerđum í október: Hversu margar yrđu sólskinsstundirnar ef heiđskírt vćri alla daga nóvembermánađar? Í Reykjavík vćru ţćr 173, en 100 á Akureyri. En flestar hafa sólskinsstundirnar orđiđ 79,2 í nóvember í Reykjavík. Ţađ var í ţeim kalda en bjarta nóvember 1996. Viđ sjáum ađ sólin hefur ţá skiniđ rúmlega 45% ţess tíma sem hún var á lofti. Međaltaliđ er mun lćgra, 38,6 stundir. Einhvern tíma í framtíđinni bíđa sólríkari nóvembermánuđir - ţar gćti 100 stunda mánuđur hćglega leynst.

Fćstar hafa sólskinsstundir í nóvember í Reykjavík orđiđ 4,6 - harla lítiđ ţađ. Ţetta gerđist í nóvember 1956 - hlýjum sunnanáttamánuđi. Ţá mćldust 12,3 sólskinsstundir á Akureyri.

Fćstar mćldust sólskinsstundirnar á Akureyri í nóvember 1997, 3,2. Nóvember 1937 er sá sólríkasti ţar á bć. Ţá mćldust 30,9 stundir. Međalsólskinsstundafjöldi á Akureyri í nóvember er 14,3,

Mjög sjaldan er heiđskírt í nóvember, ţó má frá 1949 finna tvo alveg heiđskíra daga í ţeim mánuđi í Reykjavík. Ţađ var ţann 13. 1949 og ţann 16. 1965. Nóvember 1965 var merkilegur háţrýstimánuđur.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir ţetta. Eins og Trausti kemur inn á, ţá getur munađ talsverđu hér norđan heiđa hvar mađur er staddur í viđkomandi hérađi hvađ sólargangur er langur. Hér á Sauđárkróki minnir mig ađ sólin sjáist ekki frá 12. des. til 29. des., en hér handan fjarđar, á Hofsósi, hverfur hún aldrei. Ţarna er auđvitađ ekki gert ráđ fyrir skýjafari. Skagafjörđur er reyndar talsvert víđari en Eyjafjörđur og fjöll lćgri til landsins, en ţar kemur líka til sá mismunur, ađ Skagafjarđarhérađ liggur í NNV-SSA stefnu, en Eyjafjarđardalurinn sem slíkur heldur vestan viđ suđur.  

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 21.11.2011 kl. 05:02

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka fróđleikinn um Sauđárkrók Ţorkell. Hér má benda á skemmtilega ritgerđ Bjarna E. Guđleifssonar sem hann kallar Forsćlu og birtir í ţriđja hefti Náttúruskođarans (2007). Áhugamenn um náttúrufrćđi ćttu ađ gefa ritaröđ Bjarna gaum - ţar leynist margur fróđleikurinn.

Trausti Jónsson, 22.11.2011 kl. 01:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 1966
  • Frá upphafi: 2412630

Annađ

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1719
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband